Allt frá fyrsta degi umræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa Bændasamtök Íslands (BÍ) haldið fram mikilvægi þess að staðinn sé vörður um tollvernd landbúnaðarvara. Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók undir með kröfum BÍ í júní 2011. Nú hefur formaður samráðshóps um utanríkisviðskipti/utanríkistengsl og tollamál vegna ESB-aðildarumsóknarinnar skýrt BÍ frá því að viðræðunefnd Íslands gagnvart ESB „ætli sér að fylgja varnarlínum bændasamtakanna í þessum efnum og gera kröfu um að Ísland geti, ef af aðild verður, eftir sem áður lagt tolla á innfluttar búvörur,“ segir í frétt sem birtist á vefsíðunni bbl.is mánudaginn 7. maí 2012.
Í fréttinni á bbl.is er skýr frá því að á dögunum hafi Bændasamtök Íslands gefið út bækling um tollaumhverfi íslensks landbúnaðar. Í ljósi umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu (ESB) sé sú spurningin um tollvernd gríðarlega mikilvæg. Í bæklingnum er það rakið að með afnámi tolla á búvörur myndi fjársterkum aðilum reynast auðvelt að ryðja innlendri framleiðslu af markaði í ýmsum vöruflokkum.
Bændasamtökin krefjast þess að í aðildarviðræðunum við ESB verði krafist heimildar fyrir Íslendinga til að leggja tolla á allar innfluttar búvörur frá ESB og frá þriðju ríkjum.
Í fréttinni á bbl.is hinn 7. maí segir að samráðshópur um utanríkisviðskipti/utanríkistengsl og tollamál vegna aðildarumsóknarinnar hefur fjallað um kröfur og athugasemdur bændasamtakanna. Í bréfi frá formanni samráðshóps um utanríkisviðskipti/utanríkistengsl og tollamál þar sem athugasemdum við drög að samningsafstöðu sé svarað komi fram að í drögum að samningsafstöðu í umræddum köflum sé lögð skýr áhersla á mikilvægi tollverndar í íslenskri landbúnaðarstefnu. Bent sé á að í samningsafstöðu Íslands í 11. kafla, sem fjalli um landbúnaðarmál, sé gerður fyrirvari sem tengi viðræður um þann kafla við viðræður um utanríkisviðskipti og tollamál. Með því áskilji Ísland sér rétt til að taka upp tollverndarmál í landbúnaði áður en viðræður um utanríkisviðskipti og tollamál verði til lykta leidd. „Af svarinu að dæma má því ætla að samninganefnd Íslands gagnvart ESB ætli sér að fylgja varnarlínum Bændasamtakanna í þessum efnum og gera kröfu um að Ísland geti, ef af aðild verður, eftir sem áður lagt tolla á innfluttar búvörur,“ segir á vefsíðunni bbl.is sem er haldið úti af Bændablaðinu, málgagni Bændasamtaka Íslands.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.