José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, ætlar að sögn AFP-fréttastofunnar að hamra járnið á meðan það er heitt eftir að François Hollande hlaut kosningu sem forseti Frakklands og leggja fram tillögur þriðjudaginn 8. maí um ráðstafanir til að auka hagvöxt.
Hollande hét því í kosningabaráttunni að knýja fram samþykkt innan ESB á úrræðum til að ýta undir vöxt samhliða því sem unnið er að aðhaldsaðgerðum ríkisfjármálasamnings ESB frá 2. mars 2012.
Heimildarmenn AFP sögðu að tillögur Barrosos hefðu „ekki neitt nýtt að geyma“ heldur dustaði hann rykið af því sem fram hefði komið undanfarin tvö ár og talið er muni helst stuðla að vexti á skömmum tíma.
„Allir vita að ríki ráða yfir þeim peningum sem nauðsynlegir eru til að endurvekja vöxt þess vegna verðum við að nota fé sem er í handraða ESB,“ sagði heimildarmaður AFP. Hann sagði einnig að svo virtist sem Hollande vildi nota framkvæmdastjórn ESB til að beita Angelu Merkel þrýstingi en hún hefur haldið fast við aðhaldsstefnuna.
Angela Merkel ávítaði Barroso harðlega undir lok síðasta árs fyrir ummæli hans um leiðir til að sigrast á skuldavanda evru-svæðisins. Taldi hún að framkvæmdastjórn ESB ætti að halda sér til hlés. Nú kunna ný stjórnvöld í Frakklandi að gera bandalag við framkvæmdastjórnina um að þrengja að Merkel. Með því yrði framkvæmdastjórnin að nýju aðili að meginákvörðunum um framtíð ESB.
Tillögur Barrosos miða að því að ýta undir stórframkvæmdir með sameiginlegri ESB lántöku, auka eigið fé Fjárfestingarbanka Evrópu um að minnsta kosti 10 milljarða evra til að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki, að leggja á fjármagnsfærsluskatt og að nýta ESB-sjóði betur.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.