Laugardagurinn 16. janúar 2021

Pútin leggur áherslu á að efla flotann á Norður-Íshafi og gæslu heimskautahagsmuna Rússlands - meðal fyrstu forsetafyrirmæla hans


8. maí 2012 klukkan 21:30

Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því að Vladimir Pútin varð forseti Rússlands í þriðja sinn mánudaginn 7. maí þar til hann gaf ríkisstjórninni fyrirmæli um að sjá til þess að rússneski flotinn yrði styrktur á Norður-Íshafi, efla skyldi leynilega upplýsingaöflun á svæðinu, endurnýja vopnabúnað og ákvarða ytri mörk landgrunns ríkjanna sem eiga land að íshafinu.

Vladimir Pútin gengur fram sem forseti Rússlands í þriðja sinn 7. maí 2012.

Á vefsíðunni BarentsObserver segir frá því þriðjudaginn 8. maí að Pútin hafi ekki dregið á langinn að kynna forgangsverkefni næstu sex ára. Hann hafi mánudaginn 7. maí gefið út nokkur fyrirmæli, þrjú þeirra snerust um varnar- og utanríkismál.

Í fyrirmælunum um gerð áætlana fyrir heraflann og endurnýjun varna landsins segir að sérstaklega beri að hafa aðstæður á Norður-Íshafi og í fjarlægari Austurlöndum í huga þegar unnið sé að málefnum flotans, tryggja eigi að hann geti gætt rússneskra hagsmuna á þessum slóðum. Þá kemur einnig fram í fyrirmælum Pútíns að árið 2020 skuli 70% af tækjum og vopnakerfum hersaflans hafa verið færð í nútímalegt horf.

Vladimir Pútin gaf einnig út yfirlýsingu um utanríkisstefnu Rússlands. Þar kemur fram að Rússar hafi mikið til mála að leggja innan Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, Samtökum fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna og G8. Þá er jafnstaða gagnvart Evrópusambandinu nefnd einkum mikilvægi þess að gagnkvæmar vegabréfsáritanir vegna stuttra dvala almennra borgara komi til sögunnar.

Pútin hvetur til þess að skipulega verði unnið að því að setja niður markalínur milli þjóða við Norður-Íshaf í samræmi við alþjóðalög, í því efni verði litið til ytri marka landgrunnsins og hafsvæða. Þetta beri að gera til að tryggja hagsmuni Rússa með tilliti til þjóðaröryggis og efnahags og með það að leiðarljósi að auka traust og samvinnu nágrannaríkja.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS