Ráðamenn á evru-svæðinu hafa ákveðið að fresta greiðslu á einum milljarði evra af 5,2 milljarða útgreiðslu af neyðarláni til Grikkja fram á mánudag vegna óvissu um pólitíska framtíð í landinu.
„Greiddir verða 4,2 milljarðar evra 10. maí,“ sagði í tilkynningu frá bráðabirgða-neyðarsjóði evrunnar, EFSF. Embættismenn evru-ríkja sem komu saman síðdegis miðvikudaginn 9. maí „ákváðu að fresta greiðslu á einum milljarði evra fram að fundi evru-hópsins næsta mánudag“ sagði heimildarmaður AFP, með „evru-hópnum“ er vísað til fjármálaráðherra evru-ríkjanna.
„Sá eini milljarður evra sem um er að ræða getur beðið fram í júní, Grikkir þurfa hann ekki fyrr en þá,“ sagði í yfirlýsingu stjórnar EFSF.
Þá er unnið að samráði meðal fjármálaráðherra evru-ríkjanna um nauðsyn aukins eftirlits með útgreiðslu lánsfjár til Grikklands vegna hinnar pólitísku upplausnar í landinu. Jean Asselborn, fjármálaráðherra Lúxemborgar, sagði að Grikkir gætu ekki vænst þess að fé rynni sjálfkrafa til þeirra úr neyðarsjóðinum.
„Við verðum að láta grísku þjóðina vita af því einmitt núna hve ástandið er alvarlegt, að engin ESB-þjóð geti heimilað greiðslu á minnsta hluta af 130 milljarða evru-láninu til Grikkja á meðan ekki er nein starfhæf ríkisstjórn í landinu sem viðurkennir lánaskilmála eða getur annast ráðstöfun lánsfjárins,“ sagði Asselborn í Brussel.
Gikas Hardouvelis, efnahagsráðgjafi Lucasar Papademos, fráfarandi forsætisráðherra Grikklands, sagði allt óráðið um framtíð stjórnar landsins eftir kosningarnar sunnudaginn 6. maí. Látið er í veðri vaka að gengið verði til nýrra þingkosninga í júní.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.