Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Váfugl Halls kemur út á ensku -andstaða við ESB magnast í Bretlandi - ESB líkt við heimsveldi heimskunnar


21. maí 2012 klukkan 13:30

Vulture‘s Lair, bók Halls Hallssonar, fyrrverandi fréttamanns og blaðamanns á Morgunblaðinu, var í vikunni kynnt í Westminster-höll, hjarta breska heimsveldsins og húsakynnum breska þingsins. Bókin er þýðing á Váfugli sem kom út fyrir nokkrum árum. Fjölmenni var við útgáfuna, þar á meðal þingmenn og lávarðar segir í fréttatilkynningu sem Evrópuvaktinni hefur borist.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór sérstaklega utan til að raka þátt í útgáfufundinum en ásamt honum fluttu ræður íhaldsþingmaðurinn Bill Cash frá Stone og verkamannaflokksþingmaðurinn Austin Mitchell frá Grimsby. Báðir eru það sem Bretar kalla „Eurosceptics“ eða efasemdarmenn um aðildina að ESB. Þeir ráðlögðu báðir Íslendingum eindregið að fara ekki inn í Evrópusambandið. Rithöfundurinn Hallur Hallsson flutti ræðu um baksvið Váfuglsins og frumsýnt var myndband sem tengist enskri útgáfu bókarinnar.

Þær raddir verða nú háværari í báðum stóru bresku stjórnmálaflokkunum sem krefjast þess að Bretar fái að segja hug sinn til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sunnudaginn 20. maí skrifaði álitsgjafinn Peter Hitchens á Mailonline, vinsælustu vefréttasíður Bretlands, pistil undir fyrirsögninni: Hvers vegna var heimsveldi hins illa sigrað og síðan farið í faðminn á heimsveldi heimskunnar?

Hún hefst á þessum orðum:

„Evrópusambandið er eins og sjúkrahús þar sem allir læknarnir eru geðveikir. Sama hvað er að, lækningin er alltaf hin saman – meiri samruni – og hún er alltaf röng. Besta sem menn gera er að fara aldrei þangað inn.

Fari maður inn er best að fara út aftur. Komist maður ekki út, deyr maður líklega.

Þeir okkar sem velta fyrir sér sögunni, stjórnmálum og sannleikanum hafa vitað þetta í mörg ár.

Nú þegar „sérfræðingar“ og „teknókratar“ ESB vinna þá óhæfu að eyðileggja efnahag Grikkja, Spánverja og Ítala hljóta allir að sjá þetta.

Í stað þess að bjóða bjarta framtíð býður ESB ekkert annað en gjaldþrot og hnignun.

Hafi Sovétríkin verið heimsveldi hins illa – sem þau voru – er ESB heimsveldi heimskunnar. Heltekið þeirri skoðun að þjóðríkið heyri til sögunni herðir ESB nýlendur sínar í fjötra á sama tíma og látið er eins og þær njóti sjálfstæðis.“

Á Mailonline segir einnig að í Bretlandi sé það fyrsta verk nýs forsætisráðherra að fara í Buckingham-höll og kyssa á hring drottningar. Í Frakklandi sé það hins vegar fyrsta verk nýs forseta að fara til Berlínar og kyssa á hring Þýskalandskanslara.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS