Laugardagurinn 6. mars 2021

Handelsblatt í Þýskalandi: Íslendingar vilja ekki gista í „brennandi hóteli“ - andstaða við ESB-aðild eykst


18. júlí 2012 klukkan 12:10

Handelsblatt í Þýskalandi birtir miðvikudaginn 18. júlí grein um Ísland og ESB undir fyrirsögninni: „Isländer wollen nicht in “brennendes Hotel„ einziehen“ Íslendingar vilja ekki gista í „brennandi hóteli“. Í inngangi segir að á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin semji við ráðamenn í Brussel snúist álit almennings á Íslandi sífellt meira gegn ESB-aðild. Talið sé líklegt að aðildarumsóknin verði dregin til baka vorið 2013.

Hér birtist fréttagrein hins áhrifamikla þýska viðskiptablaðs í lauslegri þýðingu:

Það eru ekki einu sinni tvö ár liðin frá því að Íslendingar hófu ESB-aðildarviðræðurnar og nú róa þeir af sífellt meiri krafti til baka og kunna brátt að tilkynna opinberlega að þeir taki stefnuna að nýju frá Brussel. „Hver vill kaupa gistingu í brennandi hóteli?“ spurði hin vinsæla sjónvarpskona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Þóra Arnórsdóttir nýlega og lét þar með í ljós skoðun flestra landsmanna sinna.

Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, sigraði í almennum forsetakosningum í lok júní. Andstaða við ESB-aðild var þungamiðja í kosningabaráttu hans. Samtals hlutu þau 85% atkvæða. Talið er að í alþingiskosningunum næsta vor eða jafnvel fyrr verði ESB-áformum Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra jafnaðarmanna, veitt náðarhöggið.

„Íhaldsmenn njóta mikils fylgis og eftir sigur í kosningum munu þeir að líkindum einfaldlega falla frá aðildarumsókninni,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Nú þegar er svo komið í elsta þingi heims, Alþingi, að flokksmenn [Jóhönnu] Sigurðardóttur sitja uppi með að þurfa aleinir að færa rök fyrir aðild að ESB.

Steingrímur Sigfússon efnahagsmálaráðherra frá vinstri-grænum hefur sagt opinberlega að hann geti „hugsað sér“ að draga aðildarumsóknina til baka. Flokkur hans vill komast í aðstöðu að nýju að loknum kosningum og honum er ljóst hve yfirgnæfandi andstaðan við ESB-aðild er meðal 320.000 Íslendinga.

Í lok júní sýndi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra úr flokki jafnaðarmanna, hugprýði í Brussel. Hann sagðist skynja „vaxandi skilning milli Íslands og Evrópu“ í aðildarviðræðunum sem haldið er áfram. Þessi orð féllu hins vegar áður en dregið hefur til tíðinda í viðræðum aðila á seinni hluta ársins um ágreining varðandi aðlögun umsóknarríkisins að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB. Að fara sjálfir með stjórn á 200 mílna fiskveiðilögsögu sinni er í augum flestra Íslendinga besta sameiginlega „líftrygging“ þeirra.

Þegar hið hörmulega bankahrun reið yfir Atlantshafseyjuna árið 2008 töldu ýmsir að evran yrði bjarghringurinn sem dygði til að sigrast á öldurótinu. Þá spurði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvernig krónan ein gæti lifað af hnattvæðingu fjármálakerfisins og benti á fall hennar um allt að 75% og ofurháa vexti.

Tíminn hefur hin vegar leitt í ljós að hið mikla fall eigin myntar hefur komið fótunum að nýju undir sjávarútveg og ferðaþjónustu sem eru mikilvægustu atvinnugreinar landsins: Í augum erlendra viðskiptavina er verðið mun lægra og meira aðlaðandi en áður. Á hinn bóginn æðir ESB frá einni fjármálakrísu til annarrar og vandinn verður sífellt víðtækari. „Björgunarhringurinn“ virðist ekki eins traustur og áður.

„Ég er handviss um að ekkert verður af aðild,“ segir Kristján G. Jóakimsson, útgerðarmaður á Ísafirði. Fjölskylda hans er í hópi 10 stærstu kvótaeigendanna og þar með ef til vill áhrifamesta þjóðfélagshópsins meðal afkomenda víkinganna.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS