Verð féll á mörkuðum í Evrópu eftir blaðamannafund Marios Draghis, forseta stjórnar Seðlabanka Evrópu (SE) síðdegis fimmtudaginn 2. ágúst að loknum fundi 23 manna ráðs bankans. Lántökukostnaður spænska og ítalska ríkisins hækkaði. Á blaðamannafundinum sagði Draghi að á „næstu vikum“ mundi bankinn kynna aðgerðir til stuðnings evrunni og snúast þær um kaup á skammtímaskuldabréfum. Ákveðið var að stýrivextir yrðu óbreyttir, 0,75%.
Verð í kauphöllum á Spáni og Ítalíu lækkaði um 5% og lántökukostnaður ríkjanna hækkaði umtalsvert. Þess hafði verið vænst að boðaðar yrðu markvissari aðgerðir en fyrir viku sagði Draghi að allt yrði gert til að vernda evruna.
Draghi endurtók heitstrengingar sínar í þágu evrunnar á blaðamannafundinum og sagði skuldaálagið á sum evru-ríki óviðunandi. Ástandið versnaði jafnt og þétt. SE kynni að láta að sér kveða á skuldabréfamarkaði til hjálpar skuldugum ríkjum. Staðinn yrði vörður um evruna.
Verð hefur fallið á mörkuðum í Evrópu eftir blaðamannafund Marios Draghis, forseta stjórnar Seðlabanka Evrópu (SE) síðdegis fimmtudaginn 2. ágúst að loknum fundi 23 manna ráðs bankans. Á blaðamannafundinum sagði Draghi að á „næstu vikum“ mundi bankinn kynna aðgerðir til stuðnings evrunni. Ákveðið var að stýrivextir yrðu óbreyttir, 0,75%.
Verð í kauphöllum á Spáni og Ítalíu lækkaði um meira en 4% og lántökukostnaður ríkjanna hækkaði umtalsvert. Þess hafði verið vænst að boðaðar yrðu markvissari aðgerðir en fyrir viku sagði Draghi að allt yrði gert til að vernda evruna.
Draghi endurtók heitstrengingar sínar í þágu evrunnar á blaðamannafundinum og sagði skuldaálagið á sum evru-ríki óviðunandi. SE kynni að láta að sér kveða á skuldabréfamarkaði til hjálpar skuldugum ríkjum. Bankinn mundi veita þeim alla þá leiðsögn sem í hans valdið stæði.
Eftir að Draghi hét stuðningi við evruna fyrir viku lækkaði lántökukostnaður Spánverja og var 6,6% á tíu ára ríkisskuldabréfum fyrir ræðu Draghis en hækkaði í meira en 7% eftir að hann hafði flutt hana. Á ítölskum tíu ára ríkisskuldabréfum hækkaði lántökukostnaður úr 5,7% í 6,2% eftir ræðu Draghis.
Carl Weinberg, aðalhagfræðingur High Frequency Economics, brást við blaðamannafundinum með því að segja að enn einu sinni lægi ekki fyrir nein skuldbinding um aðstoð af hálfu SE og ekki væri staðið við loforð sem áður hefðu verið gefin. Þeir fjárfestar sem bjuggust við tafarlausum aðgerðum hefðu orðið fyrir réttmætum vonbrigðum. Áfram yrði nöldrað yfir aðgerðaleysi ríkisstjórna og SE sæti hjá að venju.
Draghi sagði að tekið yrði til við að kaupa skuldabréf að nýju en ekki eins og gert hefði verið áður eftir Securities Market Programme (SMP) þegar keypt hefði verið mikið magn ríkisskuldabréfa af bönkum og örðum fjármálastofnunum á frjálsum markaði. Nú væri ætlunin að kaupa skammtímabréf. Þjóðverjar óttast slíkar skammtímaskuldbindingar minna en að þeir axli skuldir vandræðaríkja til langs tíma.
Þessari fyrirætlan var telið vel af sumum. Nick Parsons frá Seðlabanka Ástralíu sagði: „Þetta er byltingarkennd stefnubreyting há ESB. Í henni felst að SE ætlar að koma inn á markaðinn og kaupa tveggja til þriggja ára skuldabréf í verulegu magni. Hugsanlega verður ekkert þak sett á kaupin og þau ættu að verða nógu mikil til að hafa æskileg áhrif. Herra Draghi er vissulega á réttri leið.“
Draghi sagði að ekki yrði hafst neitt að af bankans hálfu nema viðkomandi ríki hefði leitað aðstoðar annað hvort hjá bráðabirgða-björgunarsjóði evrunnar, EFSF, eða varanlega björgunarsjóðnum, ESM. Þá yrðu þau að sanna að þau ynnu að umbótum í efnahags- og ríkisfjármálum.
Draghi var spurður hvort Spánverjar og Ítalir yrðu þess vegna að sæta sambærilegum kostum og Portúgalir, Írar og Grikkir áður en SE tæki til við að kaupa skuldabréf þeirra. Draghi svaraði: „Já, einmitt þannig ber að líta á málið.“
Draghi var spurður hvort ákvarðanir bankaráðsins hefðu verið einróma og svaraði hann: „Menn eru einhuga um að gera allt sem þarf til að varðveita evruna með stöðuga mynt. Hitt er ljóst og á allra vitorði að Weidmann [stjórnarmaður ESB og seðlabankastjóri Þýskalands] og þýski seðlabankinn hafa fyrirvara varðandi kaup á skuldabréfum.“
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.