Mitt Romney, forsetaefni repúblíkana í Bandaríkjunum, hefur valið Paul D. Ryan, fulltrúardeildarþingmann frá Wisconsin, sem varaforsetaefni sitt. The New York Times (NYT) segir að með því að tilkynna þetta val sitt laugardaginn 11. ágúst hleypi Romney nýju lífi í kosningabaráttunna og bjóði kjósendum skýran kost af hálfu repúblíkana.
Romney valdi hafnarborgina Norfolk í Virginíu og stóð á bryggju við flugvélamóðurskipið Wisconsin þegar hann kynnti Ryan. Því var haldið leyndu þar til seint að kvöldi föstudags 10. ágúst að Ryan (42 ára) hefði orðið fyrir valinu. Opnuð var ný kosningasíða á netinu RomneyRyan.com, að morgni laugardags.
Litið er á Ryan sem vaxandi forystumann innan Repúblíkanaflokksins og nýtur hann mikils stuðnings meðal íhaldssamra baráttuhópa sem telja að hann sé eindreginn málsvari aðhalds í ríkisfjármálum. Ryan hefur setið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings síðan 1999, aðeins 28 ára. Hann hefur því stundað stjórnmál frá Washington allan sinn pólitíska feril. Demókratar hafa hann að skotspæni sem dæmigerðan fulltrúa þeirra repúblíkana sem vilja skera niður útgjöld til velferðarmála.
Ryan hefur sem formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar dregið skýrar línur varðandi opinber útgjöld og tekið afdráttarlausa afstöðu gegn útgjöldum Obama-stjórnarinnar til heilbrigðis- og félagsmála. Hann var lykilmaður í sigri repúblíkana í kosningum til fulltrúadeildarinnar árið 2010 og lagði flokki sínum til stefnu undir heitinu: „Vegvísir fyrir framtíð Ameríku“.
Fjárlagatillögur Ryans hafa orðið þungamiðja í forsetakosningabaráttunni. Demókratar gagnrýna þær fyrir ábyrgðarleysi. NYT segir að með því að velja Ryan vilji Romney enn herða á meginboðskap sínum um að ríkisfjármálin og efnahagsmál þjóðarinnar séu tekin nýjum íhaldssömum tökum.
Paul Ryan og Barack Obama hafa tekist harkalega á um stefnuna í efnahags- og ríkisfjármálum síðustu misseri. Í ræðu í Washington árið 2011 gagnrýndi Obama fjárlagatillögur Ryans í lykilræðum um efnahagsmál og sagði að í þeim fælist niðurskurður sem segði sér að Bandaríkjamenn hefðu ekki efni á að búa í því samfélagi sem hann vildi, þar væri dregin upp alltof svört mynd af framtíðinni.
Val Romneys á Ryan fellur vel að kröfum íhaldssamra afla innan flokks repúblíkana. Í leiðara The Wall Street Journal sagði fimmtudaginn 9. ágúst að með því að velja Ryan beindi Romney best athygli að því hvað væri í húfi í kosningunum. NYT segir að valið á Ryan sýni að Romney skori Obama í harðar umræður á komandi mánuðum. Forsetakosningarnar verða eftir þrjá mánuði.
BBC segir að með því að velja Ryan slái Romney á gagnrýni sem hann hafi sjálfur sætt fyrir að sýna ekki næga aðhaldssemi í opinberum útgjöldum þegar hann var ríkisstjóri í Massachusetts.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.