Unnið er að því meðal útgerðar- og sjómanna í Noregi og Evrópusambandsríkjunum að þrýsta á Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, fyrir viðræðufund um makríldeiluna sem verður í London mánudaginn 3. september. Til fundarins var boðað eftir Damanaki og sjávarútvegsráðherra Noregs höfðu hitt Steingrím J. Sigfússon á fundi í Reykjavík í byrjun júlí 2012.
Baldur Arnarson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ræddi við Damanaki í Reykjavík og 4. júlí 2012 sagði hún í blaðinu: „Ég tel að við þurfum að ljúka samningaviðræðum þannig að samningar liggi fyrir áður en næsta fiskveiðitímabil hefst. Það er markmið okkar. Það þýðir að við þurfum að ná samkomulagi í haust.“
Mánudaginn 27. ágúst gengu fulltrúar útgerðar- og sjómanna í Noregi og innan ESB á fund Damanaki í Brussel og segir á vefsíðu norsku útvegsmannasamtakanna fiskebat.no að viðræðurnar hafi verið jákvæðar og gagnlegar. Lagt hafi verið hart að Damanaki að hún beitti öllu pólitísku afli sínu til að fá viðunandi niðurstöðu. Enginn samningur sé betri en vondur samningur var hinn sameiginlegi boðskapur okkar, segir Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt.
Þessi fundur með Damanaki var haldinn að ósk hagsmunaaðila til að brýna hana fyrir ráðherrafundinn í London. Í fréttum segir að Damanaki hafi verið fluttar fréttir af tveimur alþjóðlegum rannsóknarleiðöngrum sem leitt hafi í ljós að makrílstofninn styrkist en sýni jafnframt að minna magn finnist við Ísland.
Fréttir um þetta hafa birst víða í fjölmiðlum og vefsíðum án þess að sést hafi leiðrétting frá íslenskum stjórnvöldum þar sem þau árétti niðurstöðu í leiðangri Hafrannsóknarstofnunar sem kynnt var 10. ágúst og sýnir að makríll er síst minni hér við land en áður, hann sækir vestar í átt til Grænlands en áður og er tekinn að hrygna fyrir sunnan land.
Á fundinum lögðu fulltrúar útvegsmanna fram sjónarmið sín um grundvöll samninga um makríl í 11 liðum:
1. Fyrri tilboið frá ESB og Noregi eru dregin til baka.
2. Ekki verði verðlaunað fyrir slæma hegðun.
3. Kröfur Íslendinga og Færeyinga eru óréttmætar.
4. Íslendingar fái engan aðgang að svæðum ESB og Noregs.
5. Tíminn vinnur gegn Íslendingum.
6. Nýr samningur verður að skipta afla milli allra aðila, engir sérsamningar.
7. Nýr samningur verði tímabundinn.
8. ESB og Noregur beiti refsiaðgerðum sé þess þörf.
9. Hlé verði á aðildarviðræðum við Íslendinga.
10. Kolmunnasamningur endurskoðaður.
11. Grænland fái ekki stöðu strandríkis og verði ekki aðili að framtíðarsamningi um skiptingu veiðiheimilda.
„Við vonum auðvitað að Damanaki fari að þessum skýru óskum frá greininni í Noregi og ESB. Gerist það ekki hefur Berg-Hansen [sjávarútvegsmálaráðherra Noregs] verk að vinna á fundinum í London 3. september. Það væri strategískt óskynsamleg að semja aðeins við Íslendinga. Þá stæðu Noregur og ESB enn verr að vígi en núna. Auk þess sýna rannsóknir að makríllin er á leið úr íslensku lögsögunni. Makríllstofninn er vel á sig kominn og það eru ekki nein rök fyrir því að gera óhagstæðan makrílsamning,“ segir Audun Maråk.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.