Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Wolfgang Schauble: Reynzlan sýnir að fjármála­fyrirtæki þurfa strangt eftirlit


31. ágúst 2012 klukkan 08:58
Wolfgang Schäuble

Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands segir í grein í Financial Times í dag að kjarni þess, sem læra megi af fjármálakreppunni, sem skall á haustið 2008 sé að eigið eftirlit og eins konar málamynda eftirlit virki ekki í fjármálageiranum. Án viðunandi regluverks og vandaðs eftirlits muni hagsmunir einstalinga og kerfisins rekast á. Sé markaðurinn látinn afskiptalaus taki sjálfseyðingarhvötin við.

Schauble segir að framkvæmdastjórn ESB muni innan skamms kynna tillögur um fjármálaeftirlit sem nái til ESB-svæðisins alls og verði vistað í Seðlabanka Evrópu. Það verði ekki einfalt verk að koma því á og kalli á bæði kjark og mikla vinnu. Í því felist stórt skref til frekari sameiningar Evrópuríkja og raunverulegs fullveldisafsals. Það skipti máli að hið nýja kerfi skili árangri, eftirlitið hafi skýrt skilgreint starfssvið, vald til að fylgja ákvörðunum eftir og nægar fjárheimildir.

Í þessu felist að þetta nýja fjármálaeftirlit beini athygli sinni að bönkum, sem geti haft í för með sér áhættu fyrir bankakerfið allt. Ekki sé við því að búast að slíkt eftirlit geti fylgzt með 6000 lánastofnunum á evrusvæðinu öllu. Þá leggur Schauble áherzlu á að eins konar Kínamúr verði innan Seðlabanka Evrópu á milli eftirlits og stefnumörkunar í peningamálum. Það auðveldi líka þátttöku ESB-ríkja, sem standi utan evrusvæðisins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS