Danska ríkisstjórnin ætlar að draga mjög úr útgjöldum til dönskukennslu við erlenda háskóla. Gagnrýnendur sparnaðaraðgerðanna segja að þær muni skaða útflutningsgreinar, starfsemi danskra fyrirtækja erlendis og kynningu á Danmörku sem „merki“.
Í frétt Berlingske Tidende sunnudaginn 9. september um þennan niðurskurð segir að risið á danskri tungu og menningu erlendis muni lækka þar sem ríkisstjórnin hafi ákveðið draga mjög úr greiðslum vegna dönskulektora við erlenda háskóla. Stuðningurinn hafi ráðið úrslitum um að danskir lektorar hafi fengið stöður við erlenda háskóla.
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir lækka útgjöld vegna þessa úr 9 m. DKK (189 m. ISK) í fjórar milljónir DKK (84 m. ISK).
Nina Møller Andersen, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, segir að þessi sparnaður muni koma niður á dönskum útflutningi ekki síður en danskri menningu. Sendikennarar í Póllandi, Þýskalandi og Kína hafi verið einskonar menningarsendiherrar Danmerkur og tryggt að danska sé kennd við stóra, erlenda háskóla. Þá beiti þeir sér einnig fyrir að danskar bókmenntir séu þýddar á önnur tungumál.
„Níu milljónir króna skipta ekki miklu fyrir ríkissjóð en þegar fjárhæðin er lækkuð um meira en helming verða afleiðingarnar miklar og í raun hörmulegar. Þetta jafngildir næstum að hætta þessu framtaki,“ segir Nina Møller Andersen og bendir á að þegar hafi verið lokað á sendikennarana í Sorbonne í París og MGU í Moskvu.
Um þessar mundir heldur danska ríkið úti 19 sendikennurum og fjöldinn mun minnka næstum um helming komi til boðaðs niðurskurðar.
Í Berlingske er rætt við Bo Helldén, sendikennara í Gdansk í Póllandi. Hann segir dönskunám vinsælt við háskólana í Gdansk og Poznan þar sem einnig er sendikennari. Nú stunda 59 nemendur dönskunám í Gdansk. Hann segir að 10 umsækjendur séu um hvert sæti í dönskubekknum, þess vegna sé um úrvalsnemendur að ræða sem næstum allir fái síðan störf í dönskum fyrirtækjum.
Í Póllandi eru 400-500 dönsk fyrirtæki og mikil þörf fyrir starfsfólk með dönskukunnáttu. Bo Helldén segir að ónefnt, danskt stórfyrirtæki vilji stofna til formlegs samstarfs við háskólann í Gdansk um að ráða útskrifaða nemendur til starfa.
Morten Østergaard, menntamálaráðherra Dana, biður menn um að halda umræðunum um málið innan hóflegra marka. Í stað 19 sendikennara sé stefnt að 11. Með þessu sé ekki vegið að þessari starfsemi. Ráðuneytið verði hins vegar að forgangsraða og ekki megi gleyma því að auk fjár til sendikennslu leggi danska ríkið einnig fé til menningarkynningar erlendis. Ráðherrann vill ekki upplýsa hvar verði borið niður við fækkun sendikennara.
Danska ríkið hefur lagt fram fé til stuðnings dönskukennslu á Íslandi, þar á meðal með stuðningi við lektor í dönsku við Háskóla Íslands.
Per Stig Møller úr Íhaldsflokknum hvetur ríkisstjórnina til að falla frá þessum niðurskurði. „Það er heimskulegt að halda að menn spari fé með því að hætta því sem gefur svona mikið í aðra hönd. Maður heldur einnig merki Danmerkur á loft með hugmyndum, hugsjónum og menningu, og þar gegna sendikennararnir erlendis mikilvægu hlutverki,“ segir hann.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.