Föstudagurinn 5. mars 2021

Deila um stækkun Heathrow-flugvallar að baki samsæriskenningu gegn David Cameron


9. september 2012 klukkan 16:05
Boris Johnson og Zac Goldsmith

Fréttir frá Bretlandi herma að Boris Johnson, borgarstjóri í London, hafi hafnað tilboði um að bjóða sig fram til þings í aukakosningum. Tilboðið barst honum frá Zac Goldsmith, þingmanni Íhaldsflokksins, sem berst gegn því að þriðja flugbrautin verði lögð á Heathrow-flugvelli. Þeir Goldsmith og Johnson hittust í síðustu viku og ræddu málið eftir að David Cameron, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, hafði breytt skipan ráðherra í stjórn sinni og ýtt þeim til hliðar sem eru andvígir stækkun flugvallarins.

Zac Goldsmith (f. 1975) er sonur auðmannsins Sir James Goldsmith sem lét að sér kveða í breskum stjórnmálum áður en hann lést fyrir nokkrum árum. Zac Goldsmith var kjörinn á þing 2010 en 1998 til 2007 var hann ritstjóri tímaritsins The Ecologist. Hóf hann þá baráttu fyrir umhverfisvernd og eru þeir Boris Johnson sammála um að ekki beri að stækka Heathrowflugvöll. Bauðst Goldsmith til að segja af sér þingmennsku svo að Johnson gæti boðið sig fram, komist í þingflokk Íhaldsmanna og þar með orðið gjaldgengur í leiðtogakjöri gegn David Cameron.

The Daily Telegraph hefur eftir heimildarmönnum sem standa nærri Johnson að hann hafi hitt hinn vellauðuga Goldsmith og þeir hafi rætt hugmyndina um aukakosningar. Borgarstjórinn hafi hafnað tilboðinu.

Fregnir um fundinn bárust eftir að Bob Stewart, þingmaður Íhaldsflokksins, skýrði frá því að tveir ónefndir íhaldsmenn hefðu hreyft því við hann að bjóða sig fram gegn David Cameron til að opna framboðsleiðina fyrir sigurstranglegum frambjóðanda, að líkindum Boris Johnson.

Stewart segist hafa hafnað hugmyndinni sem hefði verið hreyft við sig fyrir sumarleyfi þingmanna, hefði hann sagt viðmælendum sínum að „hypja sig á brott“.

Talsmaður Johnsons sagði að borgarstjórinn hefði hitt og mundi hitta marga sem hefðu áhyggjur af því eins og hann að ekki sé nóg svigrúm fyrir flugumferð til og frá London. Borgarstjórinn hefði hins vegar ekki hug á þingmennsku vegna málsins þótt honum hefði mislíkað að Cameron hefði vikið Justine Greening sem væri á móti stækkun Heathrow úr samgönguráðuneytinu og falið henni að sinna alþjóðlegum þróunarmálum. Johnson vill að nýr flugvöllur verði í ármynni Thames.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS