Aðgerðir SE óhugsandi hefði Sarkozy náð endurkjöri-Obama kemur fram við Mario Monti eins og væri hann foreti Bandaríkja Evrópu
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daliy Telegraph hefur verið á ráðstefnu Ambrosetti Forum í Cernobbio við Como-vatn á Ítalíu(þar sem fjármálajöfrar heimsins voru saman komnir) og segir að köld sturta bíði Spánar og Ítalíu. Fjármálamarkaðir muni nú átta sig á, að ekki er allt sem sýnist í áformuðum aðgerðum Seðlabanka Evrópu. Framundan sé pólitískt jarðsprengjubelti í Evrópu. Ekkert gerist fyrr en Spánn og Ítalía hafi sótt um aðstoð til EFSF/ESM (neyðarsjóða ESB) og afsali sér þar með skriflega fullveldi yfir eigin fjármálum. Eftir það gerist heldur ekkert fyrr en reiðir þingmenn á Bundestag hafi samþykkt skilmála og skrifað undir tékkann. Atkvæðavægi Þýzkalands sé 27% og þar með geti Þýzkaland beitt neitunarvaldi gegn hvaða aðstoð sem er.
Að auki sé spurning hvað stjórnlagadómstóll Þýzkalands geri á miðvikudag en úrskurður þá geti komið í veg fyrir að hinn varanlegi neyðarsjóður ESB (ESM) verði virkur. Teymi frá Morgan Stanley telji 40% líkur á að það gerist.
Evans-Pritchard segist ekki með þessu vilja geri lítið úr snilldarleik Mario Draghi, sem hafi tryggt stuðning alllra seðlabanka nema Bundesbank við hugmyndir sínar. Hann segir Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu meir og minna hafa viðurkennt að þetta hefði ekki getað gerzt nema vegna þess að Hollande var kosinn forseti Frakklands.
Þá segir Evans-Pritchard að dæmið hefði ekki gengið upp hjá Draghi nema vegna atbeina bæði Bandaríkjamanna og Kínverja. Barac Obama hafi fundið sér sálufélaga í Mario Monti. Obama hafi hringt í Monti í hvert sinn, sem eitthvað var að gerast og í raun komið fram við hann eins og hann væri forseti Bandaríkja Evrópu og veitt honum fullan stuðning Bandaríkjanna.
Angela Merkel hafi beygt sig fyrir meira valdi en hún hafi yfir að ráða en aðeins að hluta. Spánn og Ítalía verði að skrifa undir svo stranga skilmála að þeir verði að beita meira aðhaldi en hingað til hafi verið samþykkt í þessum tveimur ríkjum.
Þá segir Evans-Pritchard að hörð viðbrögð í Þýzkalandi hafi ekki farið fram hjá neinum og vísar þar bæði til þýzkra blaða og reiði meðal Frjálsra demókrata, samstarfsflokks Merkel í ríkisstjórn. Þá séu viðbrögð jafnaðarmanna í Þýzkalandi ógnvænleg. Þeir telji Merkel hafa látið það gerast að SE hafi tekið sér ríkisstjórnarvald.
Ritstjórinn segir að búast megi við harkalegum skilmálum af hálfu Bundestag. Bæði Spánn og Ítalía séu komin að þolmörkum þess sem framkvæmanlegt sé fyrir stjórnmálamenn. Mario Monti hafi varað við því að andrúmsloft í Evrópu væri orðið eitrað af átökum milli þjóða (tribal animosities). Átökin milli norðurs og suður væru að aukast og gömul ágreiningsefni að birtast á ný, sem geti leitt til sundrungar Evrópu.
Evans-Pritchard segir ljóst að góður vilji SE dugi augljóslega ekki til að bjarga evrunni.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.