Gríska ríkisstjórnin verður að skila áætlun um 11,5 milljarða evru niðurskurð ríkisútgjalda fyrir föstudaginn 14. september. Áætlunin verður lögð fyrir óformlegan fund fjármálaráðherra evru-ríkjanna á Kýpur 14. september. Niðurskurðinn á að verða á árunum 2013 og 2014 og tillögurnar um hann skal leggja fyrir ráðherrana án tillits til þess hvort samkomulag hafii náðst um þær við þríeykið, fulltrúa ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).
Grísk fréttastofa hafði þetta eftir fulltrúa gríska fjármálaráðuneytisins mánudaginn 10. september. Nú eru síðustu forvöð fyrir grísk stjórnvöld að fullnægja skyldum sínum ætli þau að fá lokagreiðslu, 31 milljarð evra, af neyðarláni evru-ríkjanna sem ætlað er að fleyta ríkissjóði þeirra fram á næsta ár.
Fulltrúa þríeykisins eru nú í Aþenu til að leggja mat á hvort gríska stjórnin standi við fyrirheit sín um umbætur og niðurskurð. Þeir hittu Antonis Samaras forsætisráðherra á fundi mánudaginn 10. september.
Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, tók einnig þátt í fundinum með fulltrúum þríeykisins og forsætisráðherrans. Hann sagði að þar hefði 11,5 milljarða evru sparnaðaráætlunin verið kynnt. Þetta gerðu ráðherrarnir tveir án þess að grísku stjórnarflokkarnir þrír hefðu samþykkt áætlunina fyrir sitt leyti.
Fulltrúi gríska fjármálaráðuneytisins, heimildarmaður fréttastofunnar í Aþenu, sem er hálfopinber, sagði að fundurinn með fulltrúum þríeykisins hefði verið „erfiður“. Þeir legðust meðal annars gegn því að gefa opinberum starfsmönnum tímabundið leyfi frá störfum í stað þess að reka þá.
Búist er við að fulltrúar þríeykisins verði nokkrar vikur í Aþenu og fylgist með framvindu efanahags- og ríkisfjármála á staðnum.
Sagt er að í niðurskurðaráætluninni felist að skerða eftirlaun um 3,5 milljarða evra, heilbrigðisþjónustu um 1,47 milljarð og útgjöld til varnarmála um 517 milljón evrur.
Innan ríkisstjórnar Samars eru ekki allir á einu máli um hvað gera skuli í ríkisfjármálum. Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja náðu ekki samkomulagi um aðgerðinar sunnudaginn 9. september. Evangelos Venizelos, formaður PASOK, flokks jafnaðarmanna, gaf þá skýringu að ekki hefði verið unnt að ljúka málinu þar sem þríeykið legðist gegn sumum tillögum Grikkja. Einkum væri ágreiningur vegna eftirlauna og útgjalda til velferðarmála.
Leiðtogar stjórnarflokkanna ætla að hittast aftur miðvikudaginn 12. september.
Grískur almenningur hefur þegar risið upp til að andmæla fyrirhuguðum aðgerðum. Meira en 12.000 manns efndu til mótmælagöngu í Þessalóníki laugardaginn 8. september að sögn lögreglu.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.