Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Huang Nubo gefur til kynna að pólitík muni fæla sig frá Íslandi - ætlar að bíða þolinmóður niðurstöðu ríkis­stjórnar­innar - veltir öðrum kostum fyrir sér


10. september 2012 klukkan 19:01
Huang Nubo

Kínverskir fjölmiðlar hafa sem fyrr áhuga á Huang Nubo og fjárfestingaráformum hans erlendis. Jafnan er talað um tilraunir hans til að koma ár sinni fyrir borð hér á landi sem frumverkefni hans á þessu sviði. Nú segist hann bíða þolinmóður niðurstöðu nefndar sem íslenska ríkisstjórnin hafi komið á fót. Af samtali við hann á kínversku vefsíðunni morningwhistle.com má ráða að Huang sé ekki eins viss um að ná takmarki sínu á Íslandi nú og hann var fyrir fáeinum vikum.

Þessi texti er þýddur úr ensku. Ætla má að enski textinn sé tölvuþýddur úr kínversku. Þess vegna er fyrirvari gerður um nákvæmni.

Á vefsíðunni morningwhistle.com segir mánudaginn 10. september eða svo geti farið að áform Huangs Nubos um að eignast eða komast yfir land á Íslandi kunni að renna út í sandinn. Í ágúst hafi verið sagt frá því í alþjóðlegum fjölmiðlum að íslenska ríkisstjórnin hafi sett á laggirnar starfshóp til kanna áhuga og áform Zhongkun fjárfestingafélagsins til að taka land á leigu á Íslandi. Huang Nubo verði að sætta sig við að bíða þolinmóður. Hver sem niðurstaðan verði á Íslandi hafi það ekki áhrif á fjárfestingaráform Huangs á alþjóðavettvangi. Verði ekkert af fjárfestingu á Íslandi muni Huang leggja aukna áherslu á fjárfestingaráætlanir í öðrum ríkjum. Huang sagði að hann vildi aðeins bíða eftir lokaniðurstöðu verkefnisins á Íslandi. Hann hafi orðið undrandi á að pólitísk sjónarmið hafi reynst erfiðustu hindranir á vegi kínverskra fyrirtækja erlendis og þetta eigi einnig við um leigu á landi.

Huang er spurður um helstu áherslur Zhongkuns í alþjóðlegum fjárfestingum. Hann segir að það sé á sviði ferðamála og fasteigna með tilliti til auðlinda og verndunar þeirra. Norður-Evrópa höfði frekar til sín en til dæmis Frakkland. Þá skipti afstaða til Kína miklu og þess vegna komi Japan ekki til álita sem fjárfestingarkostur. Mestu máli skipti hins vegar hvort viðkomandi land sé hæft til að taka á móti erlendri fjárfestingu. Vegna efnahagsvandræðanna sé freistandi að velta fyrir sér tækifærum í Evrópu.

Þá er leitað álits hans á því hvað ráði að lokum hvort alþjóðleg fjárfesting heppnist. Huang telur nú að pólitískir þættir ráði mestu. Fram til þessa hefði hann talið að Kínverjum yrði fagnað erlendis vegna efnahagslegs styrks þeirra. Nú komi hins vegar í ljós að Kínverjum séu settar hömlur. Á Íslandi telji hópur manna að landakaup Kínverja séu hluti „norðurpóls-stefnu“ kínverskra stjórnvalda sem sé tóm vitleysa. Hann segist þó bjartsýnn um að aðeins sé um tímabundið ástand að ræða.

Loks er Huang Nubo spurður að því hvert hann beini athygli sinni fyrir utan Ísland. Huang segist vinna samkvæmt langtíma fjárfestingaráætlun erlendis. Hann segist aðeins bíða þess sem gerist á Íslandi. Hann hafi einnig auga á tækifærum í Danmörku og Noregi. Hann muni þó ekki kynna nein sérgreind verkefni fyrr en niðurstaða fáist á Íslandi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS