Harðar deilur urðu á fundi fjármálaráðherra ESB-ríkjanna á fundi á Kýpur í gær vegna tillögu Michel Barnier, eins fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB um að sameiginlegt bankaeftirlit taki til starfa í janúar. Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, segir, að þessi áform séu ekki framkvæmanleg á þessum tíma.
Sameiginlegt bankaeftirlit er þáttur í myndun bankabandalags, sem mundi þýða að ESM, hinn varanlegi neyðarsjóður ESB gæti veitt aðstoð beint til banka í vandræðum. Ágreiningur er um útfærslu þessara tillagna.
Tillögur framkvæmdastjórnarinnar gera ráð fyrir, að sameiginlegt bankaeftirlit hafi eftirlit með 6000 bönkum á evrusvæðinu en Þjóðverjar vilja að slíkt bankaeftirlit byrji á því að fylgjast með stærstu bönkunum, sem skapi mesta áhættu.
Barnier viðurkennir að tíminn sé naumur en segir þetta hægt. Spánn, Frakkland, Belgía og Ítalía leggja öll áherzlu á breitt starfssvið eftirlitsins strax í upphafi.
Aðildarríkin 27 verða öll að samþykkja tillöguna, þótt starfsemi eftirlitsins mundi í upphafi einungis ná til 17 evruríkja. Hin ríkin tíu geta tekið þátt ef þau vilja, en þau hafa ekki atkvæðisrétt innan Seðlabanka Evrópu, þar sem ætlunin er að vista hið sameiginlega fjármálaeftirlit af því að þau hafa ekki tekið upp evru.
Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar hefur lýst áhyggjum af því, að evruríkin gætu tekið ráðin af þeim ríkjum, sem standa utan evrunnar í málefnum eins og þeim, sem snúa að eiginfjárhlutfalli banka.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.