Könnun sem Le Figaro í París birti mánudaginn 17. september sýnir að 64% Frakka mundu hafna aðild að evru-samstarfinu yrði það borið undir þá í þjóðaratkvæðagreiðslu núna. Frakkar samþykktu aðild að Maastricht-sáttmálanum um samstarfið með 51% gegn 49% fyrir 20 árum, í september 1992. Nú mundu aðeins 36% styðja sáttmálann.
67% Frakka telja að ESB hafi þróast á verri veg undanfarna tvo áratugi eftir að samið var um Maastricht-sáttmálann en 33% telja þróunina ekki hafa verið neikvæða.
60% Frakka leggjast gegn því að yfirþjóðlegt vald verði aukið innan evru-svæðisins til að styrkja hina smaeiginlegu mynt í sessi.
Frakkar telja á tíu árum sem liðin eru frá því að evran kom til sögunnar hafi þróunin verið neikvæð, samkeppnisstaða hafi versnað (61% gegn 24%), atvinnuástand versnað (63% gegn 6%) og verðlag hækkað (89% gegn 5%).
Þegar spurt er hvernig evran hafi reynst við núverandi aðstæður í efnahagsmálum telja 45% að reynslan sé neikvæð, 23% að evran reynist vel og 32% taka ekki afstöðu. Hins vegar eru 76% þeirrar skoðunar að ESB hafi ekki brugðist nægilega vel við afleiðingum efnahagsvandans en 24% telja að ESB hafi staðið sig vel.
Þegar spurt er um stöðu Grikklands telja 65% að útiloka beri Grikki frá evru-samstarfinu ef þeim tekst ekki að lækka skuldir sínar. Yfirgnæfandi meirihluti (84% gegn 16%) er andvígur aðild Tyrklands að ESB.
Þegar spurt er hvort menn vilji losna við evruna og taka upp franka segja 65% nei en 35% já. Tæplega helmingur (49%) telur að það „þjóni hagsmunum“ Frakklands að vera í ESB, 27% telja að svo sé ekki og 24% skila auðu.
Könnun frá því í júlí sýnir að 65% Þjóðverja telja að hag þeirra sjálfra væri betur borgið hefðu þeir ekki hætt að nota þýska markið og tekið upp evru. Þýska Bertelsmann-stofnunin lét gera þessa könnun 3. til 8. júlí.. Í Þýskalandi segja 49% að þeim væri sjálfum betur borgið án Evrópusambandsins.
Könnunin var einnig gerð í Póllandi þar sem aðeins 28% Pólverja töldu að þeir mundu hafa það betra án ESB.
Hvað sem Þjóðverjum sýnist um evruna þegar þeir hugsa um eigin hag telja 69% þeirra að ESB sé fyrir aðra heimshluta 59% Pólverja eru þeirrar skoðunar.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.