Laugardagurinn 27. febrúar 2021

Frakkland: Mikill meirihluti telur evruna hafa reynst illa - hafna auknu yfirþjóðlegu valdi - vilja samt ekki franka að nýju


17. september 2012 klukkan 10:57

Könnun sem Le Figaro í París birti mánudaginn 17. september sýnir að 64% Frakka mundu hafna aðild að evru-samstarfinu yrði það borið undir þá í þjóðaratkvæðagreiðslu núna. Frakkar samþykktu aðild að Maastricht-sáttmálanum um samstarfið með 51% gegn 49% fyrir 20 árum, í september 1992. Nú mundu aðeins 36% styðja sáttmálann.

67% Frakka telja að ESB hafi þróast á verri veg undanfarna tvo áratugi eftir að samið var um Maastricht-sáttmálann en 33% telja þróunina ekki hafa verið neikvæða.

60% Frakka leggjast gegn því að yfirþjóðlegt vald verði aukið innan evru-svæðisins til að styrkja hina smaeiginlegu mynt í sessi.

Frakkar telja á tíu árum sem liðin eru frá því að evran kom til sögunnar hafi þróunin verið neikvæð, samkeppnisstaða hafi versnað (61% gegn 24%), atvinnuástand versnað (63% gegn 6%) og verðlag hækkað (89% gegn 5%).

Þegar spurt er hvernig evran hafi reynst við núverandi aðstæður í efnahagsmálum telja 45% að reynslan sé neikvæð, 23% að evran reynist vel og 32% taka ekki afstöðu. Hins vegar eru 76% þeirrar skoðunar að ESB hafi ekki brugðist nægilega vel við afleiðingum efnahagsvandans en 24% telja að ESB hafi staðið sig vel.

Þegar spurt er um stöðu Grikklands telja 65% að útiloka beri Grikki frá evru-samstarfinu ef þeim tekst ekki að lækka skuldir sínar. Yfirgnæfandi meirihluti (84% gegn 16%) er andvígur aðild Tyrklands að ESB.

Þegar spurt er hvort menn vilji losna við evruna og taka upp franka segja 65% nei en 35% já. Tæplega helmingur (49%) telur að það „þjóni hagsmunum“ Frakklands að vera í ESB, 27% telja að svo sé ekki og 24% skila auðu.

Könnun frá því í júlí sýnir að 65% Þjóðverja telja að hag þeirra sjálfra væri betur borgið hefðu þeir ekki hætt að nota þýska markið og tekið upp evru. Þýska Bertelsmann-stofnunin lét gera þessa könnun 3. til 8. júlí.. Í Þýskalandi segja 49% að þeim væri sjálfum betur borgið án Evrópusambandsins.

Könnunin var einnig gerð í Póllandi þar sem aðeins 28% Pólverja töldu að þeir mundu hafa það betra án ESB.

Hvað sem Þjóðverjum sýnist um evruna þegar þeir hugsa um eigin hag telja 69% þeirra að ESB sé fyrir aðra heimshluta 59% Pólverja eru þeirrar skoðunar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS