Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur, hitti íslenska ráðherra mánudaginn 17. september. Kýpur fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra voru aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið voru helsta efnið segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.
Kýpverjar leita nú eftir neyðaraðstoð frá björgunarsjóði evrunni, verði hún ekki veitt strax telur seðlabankastjóri Kýpur að fjármálakerfi landsins kunni að riða til falls.
Í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins mánudaginn 17. september, sama dag og seðlabankastjórinn sendi frá sér neyðarkall í þýsku dagblaði, sagði utanríkisráðherra Kýpur að þrátt fyrir smæð landsins hefðu fulltrúar þess áhrif á stefnumótun Evrópusambandsins með því að mynda bandalög um ákveðin málefni
Ráðherrann taldi mikilvægt að efna til bandalaga innan ESB, hvort sem það væru hin smærri ríki eða hin stærri sem tækju höndum saman. Sagði hún gott svigrúm innan Evrópusambandsins og ríki gætu látið rödd sína heyrast hversu stór sem þau séu.
Hún fagnaði aðildarviðræðunum við Ísland og sagðist vongóð um að samningar næðust um erfiðustu málin. Stækkunarferlið væri helsta forgangsmálið og þess vegna stydii Kýpur aðildarumsókn Íslendinga. Á meðan Kýpur væri í forsæti vonaðist hún til að teknir yrðu fyrir 10 eða 11 samningskaflar og einnig að hægt yrði að þoka sumum erfiðu málanna áfram.
Þar sem Kýpverjar væru smáþjóð og einnig á eyju þekktu þeir vandkvæði og sérstöðu eyjasamfélaga. Og þeir gerðu allt sem þeir geti til að samkomulag takist segir á vefsíðunni ruv.is
Kýpverjar hafa farið fram á að neyðarsjóður evrunnar rétti þeim hjálparhönd vegna þess að fjármálakerfi þeirra riðar til falls að sögn Panicos Demetriades, seðlabankastjóra Kýpur, í samtali við þýska viðskiptablaðið Handelsblatt mánudaginn 17. september. Sagði hann engan tíma mega fara til spillis eigi að komi í veg fyrir fall kerfisins.
Seðlabankastjórinn lét í ljós „einlæga von“ um að viðræðum um neyðaraðstoðina lyki í október. Öllu máli skipti að „fjárhagsleg björgunarlína“ yrði til taks í janúar 2013.
Ríkisstjórn Kýpur fór í júní fram á aðstoð til að bjarga bönkum eyjarinnar. Þeir hafa orðið illa úti vegna lánveitinga til grískra skuldara og mikilla áfalla eftir að skuldir voru afskrifaðar í Grikklandi.
Ríkisstjórn Nikósíu hefur ekki enn upplýst hve háar fjárhæðir þarf til að halda bönkum Kýpur á floti. Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s telur að alls þurfi þeir á allt að 15 milljörðum evra að halda. Fái Kýpverjar aðstoð verða þeir að lúta nýjum reglum um strangt aðhald undir eftirliti og stjórn þríeykisins svonefnda, ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Fréttir herma að þríeykið vilji lækka ríkislaun á Kýpur um 15%, skerða greiðslur til velferðarmála um 10% og leggja á þremur árum niður hið opinbera húsnæðiskerfi á eyjunni.
Seðlabankastjórinn segir að Kýpverjar þurfi á lengri tíma að halda. Þrjú ár dugi líklega ekki til að ná þessum markmiðum, heldur ætti að hugsa um fjögur til fimm ár þar til Kýpverjar leiti að nýju eftir lánum á alþjóðlega fjármálamörkuðum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.