Sunnudagurinn 5. desember 2021

ESB-dómstóllinn fjallar um lögmćti björgunar­sjóđs evrunnar, ESM - írskur ţingmađur kćrir til Lúexmborgar


27. september 2012 klukkan 12:11

ESB-dómstólsins sem á lokaorđ um hvort samningurinn ađ baki sjóđnum standist sáttmála ESB. Ţess er vćnst ađ dómstóllinn taki máliđ fyrir hinn 23. október. Sérfrćđingur telur ólíklegt ađ dómararnir kippi stođunum undan sjóđnum.

Thomas Pringle

Thomas Pringle, ţingmađur utan flokka á Írlandi, er upphafsmađur ţess ađ ESM er nú til skođunar hjá ESB-dómstólnum í Lúxemborg. Pringle telur ađ ESM skađi hagsmuni Íra, sjóđurinn muni valda klofningi og miklum vandrćđum innan ESB. Međ stofnun sjóđsins hafi ekki veriđ tekiđ nćgjanlegt tillit til allra ađildarríkja ESB.

Meginmálsástćđa Pringles er ađ ESM brjóti í bága viđ sáttmála ESB. Hann hóf málareksturinn í apríl 2012 fyrir rétti á Írlandi. Málinu var vísađ frá en Pringle kćrđi frávísunina til Hćstaréttar Írlands. Pringle segi ađ írska ríkisstjórnin hafi gerst sek um lögbrot međ ţví ađ samţykkja ESM. Ţá brjóti í bága viđ írsku stjórnarskrána ađ fjármálaráđherra Írlands sitji í stjórn ESM. Pringle segir ESM ekki ađeins brjóta í bága viđ ESB-sáttmála vegna ţess ađ reglur ţeirra um ađ ekki sé ţar neinn lánveitandi til ţrautavara séu brotnar og ekki sé nein lagaleg vörn gegn ESM heldur einnig vegna ţess ađ ESM sé ný stofnun sem starfi utan regluverks ESB.

Hćstiréttur Írlands hafnađí sumum raka Pringles en ákvađ hins vegar ađ leita álit ESB-dómstólsins á öđrum atriđum. Pringle bendir á ađ samkvćmt írsku stjórnarskránni séu ESB-sáttmálar hluti sjálfrar stjórnarskrárinnar. Ţess vegna verđi írskir dómstólar ađ leita álits ESB-dómstólsins áđur en ţeir mćli fyrir um inntak ESB-laga.

Írska ríkisstjórnin hafnar sjónarmiđum Pringles. Hún telur brýnt ađ fullgilda ESM-samninginn, ekki ađeins vegna evru-samstarfsins heldur vegna efnahagsástandsins á Írlandi.

Matthias Kumm, sérfrćđingur í Evrópurétti, segir ađ líkja megi málskoti Íra til ţess ţegar ESM-samningnum var skotiđ til athugunar hjá ţýska stjórnlagadómstólnum. Niđurstađa ESB-dómstólsins geti dregiđ dilk á eftir sér. Hann segir ađ ekki sé unnt ađ leysa skuldavanda evrunnar međ ţví ađ koma á fót stofnunum utan ESB-rammans og taka ekki miđ af sáttmálum ESB.

Dómstóll ESB hefur ekki áđur fjallađ um ESM. Ţýski stjórnlagadómstóllinn leitađi ekki álits hjá dómurunum í Lúxemborg. Andreas Vosskuhle, forseti ţýska dómstólsins, tók fram ţegar hann kynnti niđurstöđu dómaranna átta hinn 12. september ađ dómararnir hefđu ekki kannađ máliđ frá sjónarhóli ESB-laga.

Kumm segir viđ Deutsche Welle ađ stjórnlagadómstólar einstakra ríkja hafi ađeins heimildir til ađ kanna hvort ESM falli ađ lögum viđkomandi ríkis. Ţeir kanni ekki ESB-lög nema ákvćđi ţeirra laga séu talin brjóta í bága viđ stjórnarskrá heimalands ţeirra. Ţess vegna hafi ţýski dómstóllinn ekki kannađ lögmćti ESM-samningsins innan ESB-lagarammans.

Prófessorinn segir ađ einnig gćti samkeppni milli dómstóla einstakra ríkja og ESB-dómstólsins. Ţýski stjórnlagadómstóllinn hafi til dćmis aldrei leitađ álits ESB-dómstólsins. Vissulega geti menn deilt um hvađa dómstóll eigi síđasta orđiđ og stjórnlagadómstólar vilji eiga ţađ hver í sínu landi. Kumm segir ađ hin sérstaka stađa á Írlandi ţar sem ESB-sáttmálar öđlist stjórnarskrárgildi valdi ţví ađ Pringle-máliđ veki sérstakan áhuga á niđurstöđu ESB-dómstólsins.

Kumm segir ađ deila megi um lögsögu ESB-dómstólsins yfir ESM-sjóđnum. Hlutverk dómstólsins sé styrkt og aukiđ međ ríkisfjármálasamningi ESB-ríkjanna en hann hafi í raun enga lögsögu yfir ESM. Ákvörđun um sjóđinn hafi veriđ tekin af ríkjum ESB án afskipta ESB-stofnana, án afskipta ESB-ţingsins og án ţess ađ leitađ hafi veriđ lögfrćđilegs álits ESB-dómstólsins.

Thomas Pringle telur ađ ESB-dómstóllinn muni gefa sér góđan tíma eftir málflutninginn 23. október til ađ skođa allar hliđar ESM-samningsins og hvort hann falli ađ sáttmálum ESB. Dómurunum beri sérstaklega ađ gćta ţess ađ hvorki sé brotiđ gegn sáttmálunum né fariđ í kringum ţá. Pringle telur ađ ESM-samningurinn brjóti gegn sáttmálum ESB og vonar ađ ESB-dómararnir verđi honum sammála. Mattias Kumm telur hins vegar mjög ólíklegt ađ ESB-dómararnir muni gera eitthvađ sem grafi undan ESM. Ef til vill verđi ţess krafist ađ lögum ESB verđi breytt í ţágu ESM. Ţađ kunni ţví enn á ný ađ verđa felldur „já en“ úrskurđur en ađ ţessu sinni í Lúxemborg.

Heimild: dw.de

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS