Föstudagurinn 10. júlí 2020

Uppnám í Grikklandi vegna birtingar á „Lagarde-listanum“ yfir reiknings­eigendur í Sviss


29. október 2012 klukkan 15:04
Costas Vaxevanis

Hot Doc, tímarit í Grikklandi, hefur birt nöfn 2.059 manna sem grunađir eru um skattsvik. Ţetta er listi yfir fólk sem átti reikninga í HSBC-bankanum í Genf. Blađiđ segir ekki hve mikiđ fé er á einstökum reikningum en á sumum séu allt ađ 500 milljónir evra. Costas Vaxevanis, ritstjóri tímaritsins, var tekinn til yfirheyrslu laugardaginn 27. október. Mánudaginn 29. október var hann kallađur fyrir dómara. Málaferli yfir honum hefjast 1. nóvember.

Gríska dagblađiđ Ta Nea birti listann í heild sinni mánudaginn 29. október, alls 10 blađsíđur. Blađiđ sagđist ekki draga neinar ályktanir af efni listans eđa hvađa áhrif ţađ muni hafa á almenning í landinu.

„Ta Nea birtir listann í dag. Verđa ţeir sóttir til saka? Fyrir mánuđi birti blađiđ upplýsingar um skatta frćga fólksins. Ţađ var ekki lögđ fram ákćra,“ tísti Vaxenavis á twitter-síđu sína.

Vaxenavis sendi myndband til Reuters-fréttastofunnar ţar sem hann sagđi:

„Ég var bara ađ vinna vinnuna mína. Ég er blađamađur og gerđi ţađ sem mér bar. Mestu máli skiptir ađ ţessi hópur fólks hagnist ţegar Grikkir svelta […] Á morgun mun gríska ţingiđ samţykkja ađ laun opinberra grískra starfsmanna og almennra verkamanna lćkki um 100 til 200 evrur en flest ţetta fólk, um 2000 manns á listanum, virđist skjóta fé undan skatti međ ţví ađ senda peninga međ leynd til Sviss.“

Međal nafna á listanum yfir reikningseigendur eru Stavros Papastavros, ađstođarmađur Antonis Samaras forsćtisráđherra, eiginkona Gerogios Voulgarakis, fyrrverandi menntamálaráđherra Samaras, starfsmenn fjármálaráđuneytisins, fésýslumenn, lćknar, húsmćđur, lögfrćđingar, eftirlaunamenn og námsmenn.

Hot Doc fékk listann á minniskubbi frá ónafngreindum uppljóstrara. Hann er frá árinu 2007 ţegar starfsmađur HSBC stal upplýsingum um 24.000 viđskiptavini og flúđi til Frakklands.

Christine Lagarde, núverandi forstjóri Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, var 2007 fjármálaráđherra Frakklands og hún kom listanum til grískra stjórnvalda áriđ 2010, síđan tala menn ţar um „Lagarde-listann“.

Eftir ađ listinn komst í hendur grískra stjórnvalda týndist hann og ýtti ţađ undir samsćriskenningar. Giorgos Papaconstantinou, fyrrverandi fjármálaráđherra, sagđi ađ gríska skattalögreglan hefđi ekkert gert í málinu af ţví ađ hún hefđi líklega orđiđ „hrćdd“:

„Ţeir litu á listann og sáu ađ ţar voru nöfn á mörgu merkilegu fólki úr viđskiptalífinu og fjölmiđlaheiminum og ákváđu ađ hafast ekkert ađ nema ţeir fengju skýr pólitísk fyrirmćli og skjól stjórnmálamanna.“

Gríska ríkisstjórnin neitar ađ segja nokkuđ um birtingu listans í Hot Doc og yfirvöld hafa neitađ ađ stađfesta hvort um „Lagarde-listann“ sé ađ rćđa.

Heimild: EUobserver og Deutsche Welle

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS