Ţriđjudagurinn 27. september 2022

Tímamót í öryggis­samstarfi Norđurlanda: Svíar og Finnar ćtla ađ taka ţátt í loftrýmisgćslu NATO frá Íslandi


30. október 2012 klukkan 16:02
Jyrki Katainen og Fredrik Reinfeldt

Ríkisstjórnir Finnlands og Svíţjóđar tóku nýtt skref til samstarfs viđ NATO ţriđjudaginn 30. október ţegar ţeir tilkynntu ađ ţeir mundu svara fyrirspurn íslensku ríkisstjórnarinnar jákvćtt og taka ţátt í loftrýmisgćslu á vegum NATO frá Íslandi frá árinu 2014. Hugmyndir um ţátttöku ţjóđanna í ţessu eftirliti voru kynntar í skýrslu sem Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráđherra Noregs, lagđi fram í febrúar 2009. Skýrsluna vann hann á tćpu ári í umbođi utanríkisráđherra Norđurlandanna.

Eftir ađ skýrsla Stoltenbergs birtist létu ráđamenn í Svíţjóđ og Finnlandi í ljós efasemdir um ţann ţátt hennar sem lýtur ađ loftrýmisgćslu frá Íslandi međ ţátttöku orrustuvéla frá löndum ţeirra enda eru ríkin utan NATO ţótt ţau hafi tekiđ ţátt í sífellt fleiri verkefnum undir merki bandalagsins.

Fastaráđ NATO ákvađ í júlí 2007 ađ standa ađ reglulegri loftrýmisgćslu frá Íslandi. Ákvörđunin var tekin í ljósi ţess ađ Bandaríkjamenn kölluđu allan herafla sinn frá Íslandi í september 2006. Frakkar sendu fyrstu flugsveitina til ađ sinna loftrýmisgćslunni voriđ 2008. Ţá var umsjón af Íslands hálfu í höndum varnarmálastofnunar á vegum utanríkisráđuneytisins. Nú annast Landhelgisgćsla Íslands ţjónustu af Íslands hálfu viđ komu erlendra flugsveita til landsins.

Ákvarđanir stjórnvalda í Svíţjóđ og Finnlandi um ţetta efni snerta grunnţćtti í öryggismálastefnu ţjóđanna. Á tímum kalda stríđsins var Svíţjóđ hlutlaust eins og Finnland sem einnig hafđi tvíhliđa vináttusamning viđ Sovétríkin.

Bćđi í Svíţjóđ og Finnlandi eru hópar manna sem mćla međ mun nánari tengslum landanna viđ NATO og jafnvel ađild ađ bandalaginu. Máliđ er sérstaklega viđkvćmt í Finnlandi vegna nálćgđarinnar viđ Rússland. Í báđum löndunum er forsćtisráđherraembćttiđ nú í höndum hćgrimanna sem eru helstu málsvarar náinna samskipta viđ NATO í löndum.

Finnar settu ţađ sem skilyrđi af sinni hálfu fyrir ţátttöku í loftrýmisgćslunni ađ Svíar yrđu einnig ţátttakendur.

Jyrki Katainen, forsćtisráđherra Finnlands, og Fredrik Reinfeldt, forsćtisráđherra Svíţjóđar, skýrđu frá áformum ríkisstjórna sinna vegna loftrýmisgćslunnar í eftir fund forsćtisráđherra Norđurlandanna í Helsinki ţriđjudaginn 30. október. Norđmenn og Danir hafa á undanförnum árum sent flugsveitir til Íslands.

„Viđ höfum nú náđ ţeim áfanga ađ eđlilegt er fyrir Finna og Svía ađ taka ţátt í ţessu samstarfi. Ţetta er í beinu framhaldi af öryggis- og varnarmálasamstarfi Norđurlandanna og í samrćmi viđ tillögur frá Thorvald Stoltenberg,“ sagđi Katainen eftir fund norrćnu forsćtisráđherranna ađ morgni ţriđjudags 30. október. „Finnar munu svara fyrirspurn Íslendinga á jákvćđan hátt. NATO ţarf hins vegar ađ samţykkja ţetta og finnska ţingiđ.“

Sannir Finnar og Miđflokkurinn í Finnlandi leggjast eindregiđ gegn ţátttöku í loftrýmisgćslunni. Ţeir telja ađ hún brjóti gegn stöđu Finna utan bandalaga og sé til ţess fallin ađ létta kostnađi af bandalagi ţar sem Finnar eru ekki ţátttakendur.

„Ţessi ákvörđun mun gefa NATO fćri á ađ nýta fjármuni til annarra verkefna,“ sagđi Helle Thorning-Schmidt á blađamannafundi í Helsinki ađ sögn ABC Nyheter í Noregi. Ţetta er haft eftir Jóhönnu Sigurđadóttur á sama blađamannafundi:

„Ísland er herlaust en í NATO. Međ ţátttöku Svía og Finna er stigiđ stórt skref í norrćnni samvinnu. Góđ ćfing fćst líka međ verkefninu.“

Skođanakönnun í Finnlandi sem sagt var frá ţriđjudaginn 30. október sýndi ađ 42% Finna eru andvígir ţátttöku í loftrýmisgćslunni en 22% styđja hana. Ađrir taka ekki afstöđu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS