Laugardagurinn 23. janúar 2021

Merkel og Cameron: Vinsamlegt andrúmsloft en bilið vegna fjárlaga ESB hið sama og áður


8. nóvember 2012 klukkan 09:45

David Cameron, forsætisráðherra Breta, og Angela Merkel Þýskalandskanslari áttu „opin, hlýjan og vinsamlegan“ fund í klukkustund um fjárlagagerð ESB í Downing stræti í London miðvikudaginn 7. nóvember. Bilið milli þeirra minnkaði þó ekki, Cameron vill frysta fjárlög ESB en Merkel hækka þau.

Angela Merkel og David Cameron í Downing stræti 7. nóvember 2012.

Fyrir fundinn sagði Merkel að hún vildi að Bretar yrðu áfram í ESB. Með þeim orðum brást hún, að sögn BBC, við því sem Nigel Farage, ESB-þingmaður og leiðtogi breskra sjálfstæðissinna (UKIP) hafði sagt um að vinna bæri að „vinsamlegum skilnaði“ milli ESB og Bretlands.

Þýska ríkisstjórnin hefur lýst skilningi á sjónarmiði Breta um að spara verði á ýmsum sviðum innan ESB en hún vill samt að langtímafjárlögin hækki eitthvað á árunum 2014 til 2020.

Fyrir fundinn með Merkel sagði Cameron:

„Við erum bæði þeirrar skoðunar að Evrópulönd megi ekki eyða um efni fram og hið sama gildir um Evrópusambandið og ég veit að við ræðum þetta hér í kvöld.“

Cameron sagði um fjárlög ESB að best yrði draga saman seglin annars að frysta þau. Hann sagðist einnig telja aðild að ESB mikilvæga fyrir Breta og þess vegna efndu þau Merkel til fundarins.

Merkel sagði að Bretar og Þjóðverjar hefðu hagsmuna að gæta vegna fjárlagagerðar ESB því að þjóðirnar legðu báðar fé af mörkum og þær yrðu báðar að ná samkomulagi við aðrar þjóðir sem „stæðust kröfur dómstóla og almenningsálits heima fyrir“. Þá sagði hún að ekki yrði lokið við neina samninga á þessum kvöldfundi en þau mundu leggja áherslu á samstarf og vináttu til að skýra hagsmuni sína.

Hún hafnaði að vera „dregin inn í umræður“ um hvort Bretar yrðu að ákveða hvort þeir vildu yfirgefa ESB þegar samruna ykist innan sambandsins en Janusz Lewandowski, fjármálastjóri ESB, vakti máls á þessu á dögunum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS