Mario Monti, starfandi forsætisráðherra Ítalíu, sagði sunnudaginn 23. desember að hann væri fús til að halda áfram sem forsætisráðherra á næsta ári. Hann sagðist hins vegar ekki ætla að bjóða sig fram í þingkosningunum sem efnt verður til undir lok febrúar 2013. Monti var í nóvember 2011 fenginn til að leiða ríkisstjórn Ítalíu sem embættismaður með reynslu af ESB-málum og vegna hagfræðimenntunar sinnar. Hann hefur aldrei hlotið kjör á þing.
Monti efndi til blaðamannafundar sunnudaginn 23. desember og fór yfir stöðu mála undir lok ársins. Hann sagðist hafa meiri áhuga á að stefnu sinni yrði fylgt áfram en að bjóða sig fram til þings, það væri ekki á dagskrá sinni.
Þótt Monti segðist ekki verða í framboði sem þingmaður gaf hann ótvírætt til kynna að hann yrði fús til að gegna áfram embætti forsætisráðherra fengi hann til þess nægan stuðning innan þingflokka að kosningum loknum.
Monti sagðist ekki taka afstöðu með neinum stjórnmálaflokkanna. Hann væri hins vegar til þess búinn að axla áfram ábyrgð á stjórn landsins. Monti hefur ekki tekið af skarið á þennan hátt áður en hann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt föstudaginn 21. desember. Lýsti einhver flokkur eða samsteypa flokka stuðningi við sannfærandi stefnu sem hann styddi „mundi ég verða fús til að vinna að framgangi málsins, veita ráð og forystu ef nauðsyn krefði,“ sagði hann.
Monti lýsti þeirri von að á bak við næstu ríkisstjórn yrði rúmur meirihluti þingmanna og hann sagðist telja að með hefðbundinni skiptingu milli hægri og vinstri tækist mönnum ekki að sigrast á þeim vanda sem blasti við Ítölum.
Forsætisráðherrann fráfarandi fór þungum orðum um Slivio Berlusconi, forvera sinn, og hafnaði boði hans um að taka við forystu meðal ítalskra íhaldsmanna. Hann varaði kjósendur einnig við að falla fyrir lýðskrumi Berlusconis og loforðum hans um að lækka skatta á tímum mikils ríkisfjármálavanda Ítalíu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.