Laugardagurinn 14. desember 2019

Veröldin fram til 2030: Bandarísk stofnun telur vatnsskort verða meiri undirrót spennu - áhugi eykst á norðurslóðum


24. desember 2012 klukkan 13:12

Bandaríska greiningarstofnunin National Intelligence Council (NIC) sendi nýlega frá sér spá um þróun mála í heiminum til ársins 2030 undir heitinu: Alternative Worlds. Þar er litið til þróunar heimsmála, stjórnmála og öryggismála en ekki er látið hjá líða að skoða áhrif breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum til dæmis þegar litið er til norðurslóða, öryggismála á hafinu og vatnsbúskapar mannkyns. Hvarvetna eru greindir straumar sem kunna að leiða til breytinga, friðsamlegra og ófriðsamlegra.

Höfundar skýrslunnar á vegum NIC, sem er einskonar greiningarstofnun fyrir CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, og aðrar stjórnarstofnanir, minna á mikil þáttaskil í mannkynssögunni: 1815 (hrun keisaradæmis Napóleons), 1919 og 1945 (lyktir tveggja heimsstyrjalda) og 1989 (fall Berlínarmúrsins og lyktir átaka milli austurs og vesturs). Þeir segja að í hvert sinn sem til slíkra atburða hafi komið hafi óvissa ríkt um hvert stefndi og ýmsir kostir hafi verið í boði. Nú sé ástandið svipað en við mat á framtíðinni að þessu sinni ráði lýðfræðin mestu, búseta og fjölgun mannkyns. Þeir telja að árið 2030 verði íbúar jarðar um 8,3 milljarðar (á móti 7,1 milljarði í lok 2012), fólk verði eldra en áður og setjist æ meira að í borgum og þéttbýli, þá muni um 5 milljarðar manna búa í borgum. Árið 1950 hafi 750 milljónir manna búið í borgum en þá voru jarðarbúar 2,5 milljarðar.

Hér verða birtir þrír stuttir kaflar úr skýrslunni sem er 166 blaðsíður:

Norðurslóðir

Árið 2030 verður unnt að sigla Norðurleiðina og Norðvesturleiðina um Norður-Íshaf um 110 daga á ári og þar af verður siglingin auðveld í um 45 daga. Það mun hins vegar ráðast af mannvirkjum og viðbúnaði á ströndum Norður-Íshafsins hve mikil not verða af Norður-Íshafi til almennra sjóflutninga, einnig ráða öryggiskröfur til flutningaskipa og hvernig staðið verður að skipulagi leitar og björgunar. Það ræðst af því hvernig norðurskautsríkin nota Norðurskautsráðið til að þróa sameiginlega stefnu hvernig ríkjunum tekst að útiloka ágreiningsmál sem ella gætu leitt til árekstra. Loftslagsbreytingar og atburðir tengdir þeim, eins og bráðnun hafíss, munu auka hnattrænan áhuga á norðurslóðum. Orkupplýsingastofnun Bandaríkjanna (US Energy Information Administration) telur að í Norður-Íshafi megi finna 22% af ófundnum venjulegum olíu- og gaslindum jarðar, nýting þeirra kostar hins vegar meira fé, áhættu og tíma en vinnsla á öðrum stöðum í heiminum. Fjölmargir áhugasamir aðilar ætla að stunda rannsóknir og festa fé í tækjum eins og ísbrjótum til að hljóta viðurkenningu sem þátttakendur í þróun mála á norðurskautinu.

Kína og öryggi á höfunum

Kínverskir sérfræðingar í öryggismálum hafa áhyggjur af því að Kínverjar séu svo háðir öryggisgæslu flota Bandaríkjanna á mikilvægum siglingaleiðum að það ógni öryggi Kína komi til árekstra þegar fram líða stundir, til dæmis vegna Tævans, en þá kynnu Bandaríkjamenn að banna flutning á eldsneyti. Til að losna úr þessari stöðu leggja Kínverjart nú áherslu á að efla eigin herflota og leggja leiðslur fyrir eldsneyti á landi til að dreifa flutningsleiðum á orku.

Vatnsskortur

Spenna vegna auðlinda er nátengd mati á þróun öryggismála. Aðgangur að lykilhráefnnum – málmum auk eldsneytis – snertir lífshagsmuni margra þróunarríkja sem treysta á hraðan hagvöxt og þessi ríki munu í auknum mæli verða að leita til annarra. Líkur á að deilur harðni vegna yfirráða á hafsbotni eru sláandi miklar á nokkrum svæðum – Suður-Kínahafi, Indlandshafi, Norður- Íshafi og Suður-Atlantshafi. Þarna er ekki aðeins ósamið um yfirráð heldur kemur sífellt til sögunnar fullkomnari tækni til að stunda vinnslu á hafsbotni. Þess ber að gæta í þessu sambandi að viðkomandi ríkjum er ljóst að átök vegna þessara auðlinda mundi koma í veg fyrir nýtingu þeirra. Það kynni að halda ríkjum í skefjum.

Vatn kann að verða meiri spennuvaldur en orka og málmar fram til 2030 bæði innan ríkja og milli ríkja (spenna vegna vatns er talin koma til sögunnar þegar árleg vatnsframleiðsla á mann er undir 1.700 rúmmetrum á mann á ári). Þótt nokkur spenna sé milli Bandaríkjamanna og Mexíkana vegna aðgangs að vatni og á vesturströnd Suður-Ameríku er helsta vatnsspennusvæðið að finna í Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum, Mið- og Suður-Asíu og Norður-Kína. Þessi spenna mun aukast vegna þess að talið er að þarna muni fólki fjölga mest á næstu 15-20 árum . Nokkur fræg vatnsföll eru á þessu svæði og má þar nefna Níl, Tígris, Efrat, Indus, Ganges, Mekong, Gula- og Yangtze-fljót. Fyrir utan Yangtze og Mekong , við öll þeirra er spenna hófleg (Níl og Ganges) eða há, á Mekong-svæðinu ríkir háspenna tímabundið að minnsta kosti vegna þurrka í Kína.

Við minni vatnsföll og (oft) minna þekkt á þessu svæði - þ. á m. Jórdan í Ísrael/Palestínu, Kura-Ural og Kizilimak (samhliða Tigrís og Efrat og einkum í Tyrklandi), Syr Darya og Amu Darya (sem eitt sinn fluttu mikið vatn í Aral-vatn) og Balkhash-vatn og Tarim í Mið-Asíu – ríkir almennt háspenna . Á stórum svæðum í Norður-Afríku, á Arabaíuskaga og í Íran eru engin fljót eða ár sem máli skipta og þess vegna eru íbúar þar mjög háðir innfluttu vatni þar á meðal „sýndar vatni“ sem birtist í landbúnaðarvörum eins og kjöti, ávöxtum og grænmeti sem krefst mikils vatns til að vaxa og dafna.

Í sögulegu ljósi má segja að vatnsskortur og spenna vegna hans hafi fremur leitt til samkomulags um nýtingu vatns en ofbeldisfullra átaka en ýmsir áhættuþættir kunna að breyta þessu þar á meðal mikil fjölgun fólks á svæðum sem eru viðkvæm til dæmis vegna mikilla þurrka. Líkur á árekstrum og átökum innan einstakra ríkja aukast vegna þrýstings innan þeirra vegna krafna um aðstoð frá illa settum svæðum og vegna fólksflutninga. Þá ber að hafa í huga að fleiri en eitt ríki eiga land að mörgum fljótum og ám á þeim svæðum þar sem spenna vegna vatnsskorts er mest og þess vegna er ekki unnt að útiloka átök á milli ríkja – einkum þegar þess er gætt að þau eiga í útistöðum hvert við annað vegna annarra mála að auki.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS