Hrossakjöt hefur fundist í frystri lasagna í verslunum í Þýskalandi og þar hafa stjórnendur verslana tekið til við að fjarlægja vörur úr frystikistum sínum. Real-verslanakeðjan sagði að TiP-frosin lasagna yrði ekki til sölu hjá sér. Í verslunum Tengelmann og Rewe er unnið að rannsókn á frystu nautakjöti.
ESB hvetur til þess að tekin séu sýni og kannað hvort hrossakjöt finnist í vörum sem eiga að hafa að geyma nautakjöt. Gera á DNA-próf á unnu nautakjöti í leit að hrossakjöti um þriggja mánaða skeið frá 1. mars að ósk heilbrigðisstjóra ESB.
Þýsk yfirvöld beina athygli að sendingu á lasagna frá Lúxemborg í verslanir í Nordrhein-Westfalen. Talið er að varan hafi borist til Þýskalands á bilinu frá nóvember 2012 til janúar 2013. Grunur er um að uppruna vörunnar megi rekja til fyrirtækisins Comigel í norðaustur Frakklandi. Þaðan hefur hakkað kjöt blandað hrossakjöti borist til Bretlands.
Risaverslanakeðjan Tesco, Findus-matvælafyrirtækið og lágvöruverslanakeðjan Aldi hafa fengið hakkað kjöt blandað hrossakjöti frá Comigel.
Hjá Comigel segja menn að þar hafi ekkert saknæmt verið gert. Þeir hafi pantað kjöt frá Spanghero, fyrirtæki í suðurhluta Frakklands í gegnum útibú Comigel í Lúxemborg – Tavola. Slóð kjötsins hefur verið rakin til sölumanna á Kýpur og í Hollandi og þaðan til sláturhúsa í Rúmeníu.
Innan ESB hafa menn gert athugasemdir við skort á upprunavottorðum og kröfur eru um að settar verði nákvæmari og strangari reglur um þau. Kjöt- og matvælaframleiðendur telja hins vegar eftirlit nægilega íþyngjandi nú þegar og vilja ekki meiri opinber afskipti.
Rúmenar neita öllum ásökunum um að þeir hafi ekki merkt kjötsendingar á réttan hátt.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.