Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Þýskaland: Ríkis­stjórnin vill leyfa niðurbrot á leirsteini til gasvinnslu


1. mars 2013 klukkan 17:08

Þýska ríkisstjórnin lagði þriðjudaginn 26. febrúar fram frumvarp til laga þar sem heimilað er að hefja niðurbrot (fracking) á leirsteini til að framleiða gas. Niðurbrotið er framkvæmt með því að beita vatnsorku ásamt efnasamböndum. Sætir aðferðin gagnrýni umhverfissinna.

Árið 2011 ákvað Angela Merkel Þýskalandskanslari að öllum kjarnorkuverum Þýskalands skyldi lokað árið 2022. Síðan hefur þýska ríkisstjórnin unnið að mörkun stefnu til að fylla upp í skarðið sem myndast í orkumálum landsins við brotthvarf kjarnorkunnar. Eitt úrræðanna er niðurbrot á leirsteini.

Niðurbrotið verður með að dæla miklu magni vatns og efnasambandi með háþrýstingi niður um borholur sem ásamt láréttum borholum veldur niðurbroti leirsteinsins og leysir innilokað gas úr læðingi,

Með lagafrumvarpinu er stuðlað að umhverfisvernd með því að banna niðurbrot á ákveðnum svæðum og nálægt vatnsbólum. Mun bannið ná til 14% af þýsku landsvæði. Þá verður hvert verkefni að fara í umhverfismat.

Í frétt EurActiv um nýja frumvarpið segir ólíklegt að andstæðingar niðurbrots fagni því. Græningjar og jafnaðarmenn hafa óskað eftir banni við vinnslu á gasi úr leirsteini þar til unnt sé að nýta betri tækni við hana.

Forystumenn í þýsku atvinnulífi þrýsta hins vegar á stjórnvöld að veita nauðsynlegar heimildir til gasvinnslunnar enda muni hún ýta undir hagvöxt. Í Bandaríkjunum hefur framleiðsla á mörgum sviðum aukist undanfarið vegna þess að menn geta nýtt sér ódýrt gas úr leirsteini.

BASF, risinn í þýskum efnaiðnaði, styður frumvarpið um niðurbrot í Þýskalandi. Kurt Bock, framkvæmdastjóri BASF, sagði ákvörðun ríkisstjórnarinnar og frumvarp hennar „skipta miklu“.

Talið er að í jörðu í Þýskalandi megi finna allt að 2.300 milljörðum rúmmetra af leirsteinsgasi. Þjóðverjar nota ár hvert um 86 milljarða rúmmetra af gasi, um helmingur þess er fluttur inn frá Rússlandi.

Stjórnvöld nokkurra ESB-ríkja styðja leirsteinsvinnslu á gasi, önnur leggjast gegn henni og eru Frakkar og Búlgarar hörðustu andstæðingar þess að í vinnsluna sé ráðist með niðurbroti.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS