Ríkisstjórn Kýpur hefur lýst eindreginni andstöðu við hugmyndir um að innistæðueigendur taki á sig tap vegna vandræða banka á eyjunni. Hugmyndum um þetta hefur verið hreyft til að ýta við þeim sem leita leiða til að koma til móts við óskir ríkisstjórnarinnar um neyðarlán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Michael Sarris, fjármálaráðherra Kýpur, hafnaði föstudaginn 1. mars öllum tillögum um að gengið yrði á eignir innistæðueigenda til að greiða fyrir viðræðum um alþjóðlegt neyðarlán til Kýpverja.
„Ég segi skýrt og afdráttarlaust að ekki er unnt að hugsa sér heimskulegri ráðagerð, þá tala ég ekki aðeins um stöðuna hér á Kýpur heldur um heim allan og innan evru-svæðisins,“ sagði Sarris á blaðamannafundi.
Skuldbindingin sem um er að ræða á Kýpur til að bjarga bönkunum þar nemur 17 milljörðum evra eða álíka fjárhæð og sem nemur öllu hagkerfi landsins, velta menn fyrir sér hvort Kýpverjar geti nokkru sinni staðið undir því að greiða þessas skuldir.
Því hafði verið hreyft að létta mætti á vandanum með því að þeir sem ættu meira en 100.000 evrur (16,6 m. ISK) í kýpverskum bönkum tækju á sig afskrift hluta inneignarinnar ef bjarga ætti banka þeirra.
Sarris viðurkenndi að markmið tillögunnar hefði verið að gera þjóðinni fært að standa undir skuldum sínum en lagði áherslu á að aðrar leiðir væru færar til að ábyrgjast endurgreiðslu á neyðarláni.
Hann sagði að meðal annars mætti selja ákveðin ríkisfyrirtæki en til þess þyrfti tíma. Kýpverjar hafa beðið í átta mánuði eftir svari við beiðni sinni um neyðarlán. Hún verður að líkindum á fundi fjármálaráðherra evru-ríkjanna mánudaginn 4. mars en stefnt mun að ákvörðun ráðherranna fyrir lok mars.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.