Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Sviss: 68% kjósenda vilja setja skorður við ofurlaunum og starfsloka­greiðslum til stjórnenda


3. mars 2013 klukkan 18:28

Tæplega 68% kjósenda í Sviss samþykktu að settar skyldu strangar reglur um laun forstjóra fyrirtækja. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 3. mars var samþykkt að hluthafar hefðu neitunarvald við ákvarðanir um kaupauka og að sett skyldi bann við háum aukagreiðslum til nýrra og fráfarandi forstjóra.

Andstæðingar nýju ákvæðanna um laun stjórnenda sögðu að samþykkt þeirra mundi skaða samkeppnishæfni Sviss. Fréttaskýrendur segja hins vegar að almenningur í Sviss sætti sig ekki við vaxandi bil í kjörum fólks í landinu.

Meirihluti kjósenda í öllum 26 kantónum Sviss studdi nýju, ströngu reglurnar. Alls sögðu 1,6 milljón kjósenda „já“ en 762.000 sögðu „nei“.

Imogen Foulkes, fréttaritari BBC, í Bern segir að milljarða tap UBS, stærsta banka Sviss, og uppsagnir þúsunda manna hjá lyfjafyrirtækinu Novartis hafi vakið reiði í Sviss, því að erfiðleikar fyrirtækjanna höfðu engin áhrif á há laun og kaupauka stjórnenda. Fréttaritarinn segir að leitun verði að landi í heiminum sem hafi strangari reglur á þessu sviði en Sviss.

Hluthafar munu hafa neitunarvald varðandi laun, starfslokagreiðslur verða bannaðar og þeir stjórnendur sem fara á svig við reglurnar eiga á hættu að verða handteknir og dæmdir í fangelsi.

Hin nýju ákvæði verða sett í stjórnarskrá Sviss og þau munu ná til allra svissneskra fyrirtækja sem eru skráð í kauphöll Sviss.

Thomas Minder, atvinnurekandi sem sneri sér að stjórnmálum, er höfundur þessara nýju ákvæða og helsti hvatamaður þjóðaratkvæðagreiðslu um þau.

Í febrúar 2013 var skýrt frá því að Daniel Vasella, fráfarandi forstjóri Novartis, mundi fá 72 milljónir svissneskra franka (9,5 milljarða ISK) á næstu sex árum í greiðslu til að koma í veg fyrir að hann hæfi störf hjá samkeppnisaðila Novartis. Síðar var fallið frá greiðslunni vegna reiði almennings.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS