Hans-Peter Friedrich, innanríkisráðherra Þýskalands, segir í viðtali við Der Spiegel sem kemur út mánudaginn 4. mars, að Þjóðverjar muni beita neitunarvaldi gegn aðild Rúmena og Búlgara að Schengen-samstarfinu á fundi innanríkisráðherra Schengen-ríkjanna fimmtudaginn 7. mars.
Rúmenar og Búlgarar urðu aðilar að ESB árið 2007 og aðildinni fylgdi skylda til Schengen-aðildar. Til hennar hefur þó ekki komið þar sem talið er að í ríkjunum hafi ekki verið gengið nógu skipulega til verks við að vinna bug á spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi.
Ríkisstjórnir landanna tveggja hafa hvað eftir annað krafist þess að landsmenn þeirra þurfi ekki að sætta sig við vegabréfaeftirlit á innri landamærum Schengen-ríkjanna. Þessi krafa verður enn á ný til umræðu á fundi innanríkisráðherra Schengen-ríkjanna í Brussel 7. mars.
„Krefjist Rúmenar og Búlgarar atkvæðagreiðslu um málið [á fundinum] verður tillaga þeirra felld vegna þess að Þjóðverjar munu beita neitunarvaldi,“ segir Friedrich við Der Spiegel. „Það kemur ekki einu sinni til greina að leyfa takmarkaða afléttingu vegabréfaeftirlits, til dæmis sé ferðast með flugvél eða skipi.“
Ráðherrann segir að Rúmenar og Búlgarar eigi enn eftir að vinna meiri heimavinnu. Hann hafði einnig uppi varnaðarorð vegna reglnanna um frjálsa för. Í viðtalinu segir ráðherrann:
„Rétturinn til frjálsrar farar felur í sér að sérhver ESB-borgari [einnig EES-borgari] getur sest að í hvaða aðildarríki sem hann kýs, hafi hann þar vinnu eða stundi nám. Allir ESB-borgarar sem fullnægja þessum skilyrðum eru velkomnir hér í landi. Öðru máli gegnir hins vegar um þá sem koma í þeim eina tilgangi að njóta bótagreiðslna úr ríkissjóði og misnota á þann hátt þennan rétt til frjálsrar farar, sporna þarf við komu þeirra á skynsaman hátt.“
Innanríkisráðherra Þýskalands kemur frá Bæjaralandi og er félagi í CSU, bræðraflokki CDU, flokks Angelu Merkel. Hann segir að setja megi skorður við misnotkun reglnanna um frjálsa för á tvennan hátt: með meiri þróunarstyrkjum til landa eins og Rúmeníu og Búlgaríu og strangari refsingum yfir þeim sem ferðast á milli landa til að njóta félagslegra bóta.
Friedrich segir að hann leggi áherslu á að settar verði refsireglur á borð við endurkomubann í eitt ár á þá sem hafa verið sendir úr landi fyrir að leika á félagslega kerfið.
„Framkvæmdastjórn ESB verður að tileinka sér að fylgjast betur með sjónarmiðum og tilfinningum almennings í aðildarríkjunum,“ segir Friedrich þegar hann er spurður hvort sjónarmiðum hans verði ekki tekið þunglega í Brussel. „Hið viðtekna viðhorf: ‚Við látum þetta afskiptalaust, aðalatriðið er að ESB haldi áfram að stækka‘, er ekki lengur gjaldgengt og hæfir ekki þeim sem bera ábyrgð gagnvart evrópskum borgurum.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.