Shell hefur ákveðið að falla frá öllum áformum um olíuleit í Norður-Íshafi á árinu 2013. Kostnaður við olíuleit á norðurslóðum er of hár að mati félagsins auk þess sem það hefur orðið fyrir tapi vegna skaða á olíuborpalli. Frá þessu er skýrt í The Wall Street Journal.
Marvin Odum, forstöðumaður leitardeildar Shell, segir að leitarhléð megi rekja til endurmats á verkefni sem vakið hefur deilur meðal umhverfisverndarsinna.
„Okkur hefur miðað vel i Alaska en þetta er langtímaverkefni sem unnið er að á öruggan og yfirvegaðan hátt,“ segir Marvin Odum. „Ákvörðunin um að gera hlé á árinu 2013 gefur okkur tóm til að ráðgast við samstarfsaðila okkar og endurbæta tækjabúnað eftir átökin á árinu 2012.“
Árið 2012 var Shell erfitt í ýmsu tilliti og undir lok þess slitnaði fljótandi borpallurinn Kulluk og strandaði við Kyrrahafsströnd Alaska. Engin olía lak og það tókst eftir fáeina daga að ná pallinum aftur á flot. Árásir dundu hins vegar á fyrirtækinu sem var meðal annars sakað um að láta skattareglur ráða viðbrögðum sínum.
Kröfur um öryggisráðstafanir af hálfu olíufélaga hertust til muna eftir olíuslysið í Mexíkó-flóa 2011. Þetta hefur kallað á mikinn kostnað fyrir olíufélögin til dæmis vegna kröfu um að vara-borpallur sé í nágrenni við vinnslupallinn svo að unnt sé að grípa tafarlaust til björgunaraðgerða fari eitthvað úrskeiðis.
The Wall Street Journal segir að Shell hafi nú þegar varið 4,5 milljörðum dollara við rannsóknir og leit á norðurslóðum án þess að hefja nokkra vinnslu.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.