Sunnudagurinn 18. apríl 2021

Der Spiegel: Juncker varar við stríði í Evrópu - djöflarnir hafi ekki farið heldur aðeins sofnað


10. mars 2013 klukkan 18:40

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og fyrrverandi formaður evru-ráðherrahópsins, er ómyrkur í máli í samtali við þýska vikublaðið Der Spiegel sem kemur út mánudaginn 11. mars. Hann telur að ástandið í Evrópu kunni að leiða til vopnaðra átaka. „Sá sem trúir því að aldrei framar sé ástæða til að velta fyrir sér eilífðar spurningunni um stríð og frið kann að hafa hrikalega rangt fyrir sér.“

Jean-Claude Juncker

Í útdrætti úr viðtalinu sem Der Spiegel birti á vefsíðu sinni sunnudaginn 10. mars segir Juncker að hann muni leggja Angelu Merkel Þýskalandskanslara lið í kosningabaráttunni um sæti á þýska sambandsþinginu, kosið verður til þess í september 2013. „Ég hef þegar verið beðinn um liðsinni og ég hef svarað beiðninni játandi. Ég lít á tengsl mín við kanslarann og CDU-flokkinn sem mjög náin.“

Þegar Juncker var spurður um framtíð myntsamstarfsins um evruna sagði hann að hafa bæri í huga að deilur í Evrópu gætu orðið mjög harðar. „Sá sem trúir því að aldrei framar sé ástæða til að velta fyrir sér eilífðar spurningunni um stríð og frið kann að hafa hrikalega rangt fyrir sér. Djöflarnir eru ekki farnir á bak og burt, þeir eru bara sofandi.“

Hann sér mikil líkindi með því sem gerðist árið 1913 þegar margir töldu að aldrei framar yrði stríð í Evrópu. „Mér finnst sláandi hve aðstaðan í Evrópu árið 2013 er áþekk því sem var fyrir 100 árum.“ Fyrstu merkin sér Juncker í kosningabaráttunni í Grikklandi og á Ítalíu. „Allt í einu varð áberandi reiði sem maður hélt að hefði horfið fyrir fullt og allt.“

Juncker segir í samtalinu við Der Spiegel að hann sækist ekki eftir að verða eftirmaður Hermans Van Rompuys sem forseti leiðtogaráðs ESB. Juncker sóttist eftir embættinu árið 2009 þega Van Rompuy var valinn til þess. Hann segir að framboð sitt hafi ekki notið nægilegs stuðnings, til dæmis hafi hvorki Nicolas Sarkozy, þáv. Frakklandsforseti, né Angela Merkel stutt sig. Hann segist ekki ætla að sækjast eftir einhverju nú sem hann hafi ætlað að fá 2009 en ekki fengið. „Mér finnst það ærlega sagt heldur aulalegt,“ segir Jean-Claude Juncker við Der Spiegel.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS