Miđvikudagurinn 12. ágúst 2020

Forseti Kýpur segir ástandiđ minna á árás Tyrkja áriđ 1974 - Kýpverjar telja sig beitta fjárkúgun


17. mars 2013 klukkan 19:33
Nicos Anastasiades, forseti Kýpur,og Angela Merkel Þýskalandskanslari á fundi leiðtogaráðs ESB 15. mars 2013.

Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, sagđi í sjónvarpsávarpi sunnudaginn 17. mars ađ síđan Tyrkir réđust inn á eyjuna áriđ 1974 hefđi ţjóđin ekki stađiđ frammi fyrir verri vanda en fjármálahruninu núna. Ávarpiđ flutti forsetinn til ađ verja samkomulag um neyđarlán viđ ESB, Seđlabanka Evrópu (SE) og Allţjóđagjaldeyrissjóđinn. Lánskjörin sćta mikilli gagnrýni sparifjáreigenda sem segja ađ eignir sínar verđi gerđar upptćkar ađ hluta.

Forsetinn hvatti stjórnmálaflokkana til ađ sameinast um samkomulagiđ. Efnt verđur neyđarfundar um máliđ á ţingi Kýpur mánudaginn 18. mars.

Forsetinn sagđi í ávarpi sínu ađ ríkisstjórn Kýpur hefđi orđiđ ađ velja á milli ţess ađ ná tökum á fjármálakerfinu međ neyđarláninu eđa ađ kerfiđ hryndi og Kýpverjar segđu skiliđ viđ evru-samstarfiđ.

Sparifjáreigendur verđa skyldađir til ađ greiđa hluta af innstćđu sinni í ríkissjóđ og fá hlutabréf í viđskiptabanka sínum í stađin. Bréfin eru sögđ verđlaus en forsetinn gaf fyrirheit um ađ ţeir sem héldu sparifé sínu í bönkum á Kýpur í nćstu tvö ár mundu fá viđurkenningu međ skuldabréfum sem yrđu tengd tekjum af vinnslu á jarđgasi.

Fjármálaráđherrar evru-ríkjanna ákváđu ađfaranótt laugardags 16. mars ađ sparifjáreigendur á Kýpur skyldu leggja fé af mörkum til ađ bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Mark Lowen, fréttaritari BBC, segir ađ nú sé ljóst ađ ţeir sem stóđu ađ ákvörđunum um kjörin á neyđarláninu til Kýpverja hafi illilega vanmetiđ hver viđbrögđin yrđu á Kýpur.

Fréttaritarinn segir ađ Kýpverjum finnist ţeir beittir fjárkúgun af ţeim sem valdiđ hafa og hin mikla og vaxandi andúđ almennings verđi síđur en svo til ađ auka ţá evrópsku samstöđu sem menn hampi í tíma og ótíma.

Samţykki kýpverskir ţingmenn ekki lánskjörin á fundi sínum mánudaginn 18. mars telja fjölmiđlamenn ađ bankar verđi lokađir ţriđjudaginn 19. mars til ađ koma í veg fyrir ađ fólk taki út allt sparifé sitt.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS