Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tvær tillögur á alþingi þriðjudaginn 19. mars sem miða að því að kalla fram þjóðarvilja vegna ESB-aðildarviðræðnanna. Annars vegar er tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort viðræðunum skuli fram haldið og verði hún í fyrsta lagi samhliða þingkosningunum 27. apríl 2013 en í síðasta lagi samhliða sveitarstjórnakosningum vorið 2014. Hins vegar er tillaga um viðauka við lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna til að stytta frest svo að efna megi til atkvæðagreiðslunnar 27. apríl.
Í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að þessi spurning verði lögð fyrir kjósendur:
„Vilt þú að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að aðildarsamningur verði borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?
❏ Já.
❏ Nei“
Í greinargerð tillögunnar er rakið að formlegar aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins hafi nú staðið yfir frá því í júní 2010. Þær hafi gengið hægar en áætlað hafi verið í upphafi. Núverandi ríkisstjórn hafi hægt á viðræðunum fram yfir kosningar hinn 27. apríl næstkomandi. Þær verði vart hafnar af fullum krafti nema skýrt umboð fáist til þess. Ekki hafi komið fram nein efnisleg gagnrýni á niðurstöður í þeim samningsköflum sem þegar liggi fyrir. Skoðanakannanir bendi til þess að meiri hluti Íslendinga vilji ljúka viðræðunum en mikilvægt sé að þeir sem myndi komandi ríkisstjórn hafi skýrt umboð. Best sé að það umboð komi milliliðalaust frá þjóðinni, enda hafi jafnvel landsfundir eða flokksþing flokka sem ekki styðji aðild lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðslu sé þörf um málið.
Þorgerður Katrín telur eindregið að hagsmunum Íslendinga sé best borgið með því að ljúka aðildarviðræðunum á næsta kjörtímabili, m.a. til að fjölga valkostum landsins til framtíðar í gjaldmiðilsmálum. Hún segir hins vegar ljóst að skiptar skoðanir séu innan flestra stjórnmálaflokka um málið. Innan Evrópusambandsins hafi komið upp mikilvæg ný atriði sem valdi því að mjög áríðandi sé fyrir Íslendinga að loka ekki dyrum á þessari stundu. Nægi þar að nefna nýja sjávarútvegsstefnu sambandsins sem samþykkt verði í ár, viðræður um viðamikinn fríverslunarsamning milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og yfirlýsingu Camerons um að hann vilji efna til viðræðna um um breytingar á aðildarsamningi Breta. Öll þessi mál geti skipt Íslendinga miklu um langa framtíð.
Í lok greinargerðarinnar segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir:
„Innan allra stjórnmálaflokka eru skiptar skoðanir um umsóknarferlið. Það hefur sést á yfirstandandi kjörtímabili þegar stjórnarflokkarnir hafa ekki verið samstíga í málinu. Því er eðlilegt að þjóðin ákveði framhaldið í þessu mikilsverða máli og útrými óvissu í stað þess að stjórnmálaflokkarnir semji um það sín á milli í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar. Með þessum hætti væri einnig tryggt að stjórnmálaflokkarnir hefðu meiri tíma til að útskýra vel helstu baráttumál sín í alþingiskosningunum í apríl 2013 og útfærslur þeirra. Evrópumálin væru með þessum hætti tekin út fyrir sviga þannig að kjósendur fengju raunverulegt vald yfir framhaldi málsins. Þá geta kjósendur krafið forustu flokkanna um skýr svör í öðrum mikilvægum málum sem þannig fengju aukið vægi.“
Lagabreytingin sem Þorgerður Katrín vill að gerð verði lýtur að því að við lögin um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 4. gr. skal þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins fara fram samhliða alþingiskosningum 27. apríl 2013.“
.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.