Sunnudagurinn 25. september 2022

Uppnám í frönskum stjórnmálum vegna uppljóstrana um leynilegan bankareikning fyrrverandi fjárlaga­ráđherra - sannsögli Frakkandsforseta dregin í efa


3. apríl 2013 klukkan 17:26

Uppljóstrun fyrrverandi fjárlagaráđherra Frakka ţriđjudaginn 2. apríl um ađ hann hefđi átt leynilegan bankareikning í Sviss og sagt ţingi og Frakklandsforseta ósatt vegna hans hefur valdiđ miklu uppnámi í Frakklandi og frönskum stjórnmálum. Stjórnarandastađan telur óhugsandi ađ Frakklandsforseti hafi ekki vitađ ađ ráđherrann fyrrverandi hafi sagt honum ósatt.

Jérôme Cahuzac

Le Monde skýrir frá ţví síđdegis miđvikudaginn 3. apríl ađ hinn mikla leynd sem hvílt hafi yfir tilvist erlenda bankareikningsins megi ađ verulegu leyti rekja til uppruna hans. Um sé ađ rćđa fjölskylduleyndarmál sem tengist Jérôme Cahuzac, fyrrv. ráđherra, eđa öllu heldur fyrrverandi konu hans Particiu sem sé frćnka eiginkonu lögfrćđings í París, Jeans Pierres Eymiés.

Lögfrćđingurinn starfar í 8. hverfi Parísar og gengur undir gćlunafninu „Johnny le boxeur“ međal vina sinna. Hann var á sínum tíma í GUD, hópi róttćkra hćgrisinnađara námsmanna sem ţekktur var fyrir ađ láta hendur ráđa. Eymié var vegna starfa sinna tengdur öđrum lögfrćđingi sem einnig er gamall félagi í GUD, Philippe Péninque. Sá mađur opnađi reikninginn fyrir Jérôme Cahuzac í UBS-bankanum í Sviss áriđ 1992. Péninque er ráđgjafi Marine Le Pen, formanns Ţjóđfylkingarinnar, flokksins lengst til hćgri í Frakklandi.

Péninque og Eymié voru góđir vinir Cahuzacs sem á ţeim tíma stundađi skurđlćkningar og var ekki enn orđinn fjárlagaráđherra í ríksstjórn sósíalista undir forystu François Hollandes. Ţeir félagar léku oft saman golf auk ţess ađ dveljast saman í sumarhúsum. Jerôme Cahuzac tók ţátt í hnefaleikum og hjólreiđum eins og vinir hans tveir. „Ţessir ţrír voru mjög nánir,“ sagđi kunningi ţeirra.

Jérôme Cahuzac tók ţátt í ţví sem kallađ var „Gud business“ sem stundađur var í lokuđum heimi ţar sem hver treysti öđrum. Lćknirinn tók ađ sér verkefni sem Eymié útvegađi og Péninque sá um fjármálin. Ţeir ákváđu međal annars ađ festa fé í námu í Perú í gegnum félag sem enn einn félagi í GUD, Lionel Queudot rak međ konu sinni. Töldu ţeir sig geta margfaldađ fjárfestingu sína á skömmum tíma. Mál ţróuđust ţó á annan veg í Perú vegna afskipta stjórnvalda ţar og töpuđu margir á ađ fjárfesta ţar. Jérôme Cahuzac varđ ekki eins illa úti og ađrir og ţađ sem honum áskotnađist ratađi inn á reikning í UBS-banka í Sviss.

Reikningurinn hjá UBS var skráđur á Jérôme Cahuzac áriđ 1993 í gegnum fjármálafyrirtćkiđ Reyl and Cie í Genf. Áriđ 2009 var reikningurinn fluttur til Singapúr í útibú svissneska bankans Julius Bärs og var hann í vörslu Reyls.

Blađamađur Le Monde hafđi sambandi viđ Péninque. Hann sagđist ef til vill geta stađfest eitthvađ kjallađi dómari á sig og sýndi sér skjöl. Hann minnist ţess ađ hafa veriđ vinur Cahuzacs ţegar hann starfađi sem lćknir. Péninque sagđi: „Ţađ sem er ólöglegt er ađ gefa ekki reikning upp til skatts en ekki ađ ađstođa viđ ađ opna reikning. Jérôme Cahuzac ţurfti reikning og ég ađstođađi hann viđ ađ opna reikning.“

Le Monde spyr hvort Marine Le Pen hafi vitađ um ţennan gang mála. Péninque segist hafa upplýst formann Ţjóđfylkingarinnar. „Ég sagđi henni ađ ég hefđi veriđ vinur Cahuzacs og ef til vill hefđi ţađ komiđ í verkahring minn sem lögmađur ađ opna ţennan reikning.“

Marine Le Pen var stödd í Ardenna-fjöllunum miđvikudaginn 3. apríl og fordćmdi ţađan „lyga-ríkiđ“, hún vćri sannfćrđ um ađ „forseti lýđveldisins og forsćtisráđherrann hefđu vitađ um málavöxtu“, ţeir hefđu vitađ um erlendan bankareikning Jérômes Cahuzacs. „Ég kýs ađ líta máliđ ţessum augum. Sé ţađ ekki ţannig vaxiđ ţýđir ţađ ađeins ađ ţeir séu taldir svo óhćfir til ađ sinna störfum sínum ađ ţeir eru ekki upplýstir um mál,“ sagđi leiđtogi Ţjóđfylkingarinnar.

Philippe Péninque (60 ára) er enn ţekktur í röđum róttćkra hćgri manna. Hann er nú í hópi opinberra ráđgjafa Marine Le Pen. Áriđ 2007 endurskođađi hann reikninga Ţjóđfylkingarinnar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS