Miđvikudagurinn 1. desember 2021

Kýpur: Rannsókn leiđir í ljós ađ tölvugögnum banka hefur veriđ eytt


5. apríl 2013 klukkan 16:27

Rannsakendur hafa komist ađ ţví ađ innan Kýpurbanka (BoC) er ekki ađ finna lykilupplýsingar um skuldabréfakaup. Fjölmiđlar á Kýpur segja ađ fjármálaráđgjafar hjá fyrirtćkinu Alvarez og Marsal hafi séđ gloppur í tölvugögnum bankans.

Kýpurbanki – stćrsti banki eyjunnar – keypti grísk skuldabréf sem breyttust í 1,9 milljarđa evru tap vegna grísku skuldakreppunnar. Ţeir sem eiga meira en 100.000 evrur á reikningi í Kýpurbanka munu tapa allt ađ 60% ţess fjár. Ţetta upptćka fé og fé af yfir 100.000 evru reikningum í hinum gjaldţrota Laiki-banka verđur notađ sem mótvirđi viđ neyđarlán frá ţríeykinu (ESB, Seđlabanka Evrópu og Alţjóđagjaldeyrissjóđnum).

Á vefsíđu Cyprus Mail segir ađ upplýsingar um reikninga í Kýpurbanka séu ófullnćgjandi og fundist hafi útţurrkunar-forrit í sumum tölvum bankans. Ţađ vćru áberandi eyđur í tölvugögnum um árin 2007 til 2010. Ekki sé enn ljóst hvort gögnum hafi veriđ eytt fyrir slysni eđa af ásetningi. Hins vegar sjáist merki um mikla eyđingu gagna.

Seđlabanki Kýpur segir ađ Alvarez og Marsal séu einnig ađ rannsaka Laiki-banka. Í tilkynningu seđlabankans föstudaginn 4. apríl sagđi: „Rannsóknin heldur áfram og hún mun ná til kaupa Laiki-banka á grískum ríkisskuldabréfum; útrásar Laiki-banka utan Kýpur; hlutverks og ábyrgđar allra viđkomandi ađila.“

BBC segir ađ upplýsingum úr skýrslu Alvarez og Marsals hafi veriđ lekiđ til fjölmiđla á Kýpur en skýrslan hafi ekki veriđ birt enn opinberlega. Fyrir utan ađ rannsaka kaupin á grísku skuldabréfunum kannađi fyrirtćkiđ einnig sérstaklega umsvif bankans í Rúmeníu og Rússlandi.

Skýrsla ráđgjafafyrirtćkisins hefur veriđ afhent ţingi Kýpur og ríkissaksóknara. Stjórn Kýpur hefur faliđ ţremur hćstaréttardómurum ađ fara í saumana á ţví sem gerđist ţegar fjármálakerfi landsins hrundi og draga fram allt sem kynni ađ brjóta í bága viđ lög.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS