Sunnudagurinn 26. janúar 2020

Finnsk skýrsla: Pútín skipuleggur hersveitir til árása á nágrannaríki í vestri - gífurlegum fjármunum variđ til hermála


13. apríl 2013 klukkan 12:23

Vladimir Putin Rússlandsforseti leggur áherslu á ađ rússneski herinn sé vel vopnum búinn á norđurslóđum og í nágrenni Norđurlandanna. Svenska Dagbladet (SvD) birti fimmtudaginn 11. apríl frétt um ađ 1.000 nýjar herţyrlur kćmu nú til sögunnar í Rússlandi. Markmiđ međ smíđi ţeirra og ţjónustu viđ herinn vćri ađ geta gripiđ til skyndiađgerđa gegn nćrsvćđum og nágrannalöndum.

Rússneskir hermenn

Í SvD er minnt á ađ hinn 5. júní 2013 hafi Nikolaj Makarov, yfirmađur rússenska herráđsins, valdiđ uppnámi í Helsinki ţegar hann sýndi ađ eldflaugavarnarkerfi Rússa teygir sig yfir Finnland og hálfa Svíţjóđ. Makarov gagnrýndi herćfingar Finna međ NATO og norrćnt varnarsamstarf. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, sá ástćđu til ađ bregđast harđlega viđ orđum rússneska gestsins.

Nú senda Finnar frá sér nýjar upplýsingar. Á vegum háskóla finnska hersins hefur veriđ samin skýrsla sem heitir Rússnesk varnarstefna og Finnland. SvD segir ađ í skýrslunni sé ađ finna eldfimt efni sem hljóti ađ setja svip sinn á langtíma varnarstefnu Svía sem ćtlađ sé ađ taka gildi á árinu 2015.

Stefan Forss, einn af fjórum höfundum skýrslunnar, segir ađ Rússar hafi ađ sjálfsögđu ekki hótađ Finnum og Svíum. Hann segir hins vegar ekki unnt ađ líta fram hjá ţví ađ orđiđ geti skjótar breytingar nćrri Finnlandi og Svíţjóđ sem hefđu á svipstundu dramatískar afleiđingar fyrir öryggi landanna.

Í SvD segir ađ sćnski herinn hafi dregist saman jafnt og ţétt frá upphafi tíunda áratugarins. Ţetta megi rekja til ţess ađ ógnin hvarf frá Sovétríkjunum viđ upplausn ţeirra og síđan hafi Pólland og Eystrasaltsríkin ţrjú gengiđ í NATO. Ţá hafi rússneski herinn veriđ í „frjálsu falli“ en ţađ hafi nú veriđ stöđvađ. Nú sé lögđ rík áhersla á ađ efla herinn í Rússlandi og herćfingar séu tíđar.

Markmiđ Pútíns sé ađ fram til ársins 2020 verđi 4300 milljörđum sćnskra króna [SvD segir ađ talan sé svo há ađ varla sé unnt ađ gera sér grein fyrir henni, hún er 20 föld í íslenskum krónum] variđ til vopnakaupa á vegum rússneska ríkisins. Í finnsku skýrslunni segir ađ framleiđsluhrađi á vopnum verđi aukinn. Ţađ sé hins vegar rangt ađ líta til sovéska hersins og hvernig hann var skipulagđur sem ósigrandi innrásarher, ţar sé ekki ađ finna fyrirmynd Pútíns og félaga hans. Ţeir leggi áherslu á hreyfanlegar hrađsveitir sem nota megi til skyndiárása međ ţyrlum og stuđningi flughers

„Rússneski herinn stefnir ađ ţví ađ geta náđ markmiđi sínu á skjótan og áhrifamikinn hátt ekki ađeins međ ţví ađ ráđast á her og stjórnvöld viđkomandi ríkis heldur allt samfélagiđ. Tilgangurinn er ađ brjóta andstöđu almennings á bak aftur á skjótan hátt. Ţađ krefst öflugs, harđskeytts herafla sem beita má međ skömmum fyrirvara. Hiđ háa viđbúnađarstig styttir einnig viđvörunartíma ţess sem ćtlar ađ verjast,“ segir Stefan Forss.

SvD minnir á ađ almennt sé ţví haldiđ fram ađ Rússar verđi helst ađ huga ađ öryggi sínu í suđri. Ţrátt fyrir ađ Rússar hafi átt í stríđi í Tjetjeníu og Georgíu og séu á varđbergi gagnvart Kínverjum er herafli ţeirra mestur viđ landamćri ţeirra í vestri. Ţar er ţriđjungur heraflans, landhers og flota, 36 herfylki. Ţungamiđja ţessa herafla hefur fćrst í norđ-vestur. Ţar er ađ finna hersveitir sem starfa viđ hćsta viđbúnađarstig innan rússneska hersins og ţeim má beita innan nokkurra klukkustunda eftir ađ fyrirmćli eru gefin frá yfirvöldum í Moskvu.

„Tilgangurinn er ađ koma á fót einingum á háu viđbúnađarstigi sem náđ geta árangri í vestri međ ţví ađ verđa beitt beint frá stöđvum sínum á friđartímum til árása án viđvörunar,“ segir í finnsku skýrslunni. Herstjórnarlistin felst í ţví ađ geta komiđ andstćđingnum á óvart og lama hann í skyndi og senda síđan fleiri rússneska hermenn á vettvang. Í ţessu felst ekki ađeins ađ ná fórnarlandinu á sitt vald á skjótan hátt heldur einnig ađ búa ţannig um hnúta ađ NATO standi frammi fyrir orđnum hlut.

Sú spurning vaknar til hvers Rússar ćtli ađ nota hinn nútímalega herafla sinn. Stefan Kristiansson, forstöđumađur leyniţjónustu sćnska hersins, sagđi í samtali viđ SvD hinn 27. september 2012: „Rússar vilja stöđugleika. Hćttan er ađ ţessi stöđugleiki verđi á rússneskum forsendum.“ Rússneskir talsmenn nota stćrri orđ í gagnrýni á NATO en áđur ţegar ţeir lýsa bandalaginu sem óvini. Höfundar finnsku skýrslunnar segja ađ stríđ Rússlands og Georgíu sé til marks um ađ í Kreml séu menn sem vilji skapa nýtt heimsveldi.

Í skýrslunni segir ađ nýjar Iskander-eldflaugar Rússa dragi 700 km og geti náđ til skotmarka nćstum hvarvetna í Svíţjóđ.

Í Finnlandi en ekki í Svíţjóđ er herskylda og ţar verđa 230.000 manns undir vopnum áriđ 2015. Í finnsku skýrslunni er lagt til ađ ekki verđi hróflađ viđ herskyldunni ţví ađ hún sýni vilja til ađ verja landiđ eftir ađ á ţađ er ráđist. „Ţađ hefur mikinn fćlingarmátt,“ segja höfundar skýrslunnar.

SvD spyr hvađa ályktanir Svíar eigi ađ draga af skýrslu Finnanna. Stefan Forss svarar:

„Sćnski herinn rćđur í raun ekki yfir neinu varaliđi og ţess vegna má draga úthald hans í efa. Í Finnlandi er hins vegar enn unnt ađ kalla út herafla. Ţegar litiđ er til stöđunnar frá pólítískum og praktískum sjónarhóli er svariđ einfalt: enginn okkar bjargar sér einn en sameiginlega styrkjum viđ stöđu okkar verulega.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS