Þriðjudagurinn 10. desember 2019

Seðlabanka­stjóri Þýskalands telur að skuldakreppan kunni að standa í áratug


17. apríl 2013 klukkan 16:20
Jens Weidmann

Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands og stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, sagði við Wall Street Journal miðvikudaginn 17. apríl að það kynni að taka áratug að sigrast á skuldakreppuna á evru-svæðinu. Hann sagði seðlabankann geta lækkað stýrivexti ef nýjar upplýsingar stæðu til þess.

AFP-fréttastofan bendir á að þessi ummæli stangist á við það sem José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur haldið fram, að kreppan hafi náð hámarki og nú séu bjartari tímar framundan.

Weidmann sagði að Seðlabanki Evrópu gæti lækkað vexti enn meira en gert hefði verið til þess þætti það nauðsynlegt (vextirnir eru nú lægri en nokkru sinni). Hann taldi hins vegar ekki víst að frekari lækkun yrði að nokkru gagni.

Seðlabanki Evrópu ákvað í júlí 2012 að stýrivextir skyldu vera 0,75% og við ákvörðuninni hefur ekki verað haggað síðan.

„Allir spyrja nú hvað seðlabankinn geti gert meira í stað þess að snúa sér til stjórnmálamanna og spyrja þá hvað þeiri ætli að gera,“ sagði Weidmann. Hann hefur oft sagt að seðlabankar séu undir of miklum þrýstingi frá stjórnmálamönnum sem láti eins og unnt sé að ýta undir hagvöxt með lækkun vaxta eða öðrum aðgerðum bankans. Hann segir að þeir sem sýsli innan ramma peningastefnunnar séu að takast á við sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn sjálfan

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS