Mánudagurinn 18. janúar 2021

Lettar undir smásjánni vegna gruns um að laða til sín rússneskt flóttafé frá Kýpur


17. apríl 2013 klukkan 19:00

The Fincaial Times (FT) segir að Lettar séu meðal þeirra þjóða sem leggi sig fram um að ná til sín fé frá Rússum sem lagt hafa á flótta frá Kýpur vegna ástandsins í bankamálum þar. Lögrfræðingar á Kýpur með rússneska viðskiptavini segja að fulltrúar lettneskra banka hafi haft samband við sig nokkrum klukkustundum eftir að fréttir bárust af neyðarlánskjörunum sem Kýpverjar skyldu sæta.

Valdis Dombrovskis

FT segir að yfirvöld í Lettlandi leggi sig í líma við að gera sem minnst úr innstreymi fjár frá Kýpur, einkum þegar þau keppi að því að hljóta sess sem 18 aðildarríki evru-samstarfsins. Ýmsir sem þegar hafi tekið upp evru séu ekki endilega hlynntir aðild Letta.

Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, sagði við FT að eins og málum væri háttað yrðu stjórnvöld ekki vör við neitt fjárstreymi frá Kýpur til Lettlands og Lettar væru ekki í neinni keppni um þetta fé.

Í grein í blaðinu Baltic Times sem birtist miðvikudaginn 17. apríl segir að hvað sem þessu líði virðist fé frá Kýpur einhvern veginn hafa flætt inn í lettneska banka. Lettland er ekki í sömu stöðu og Kýpur með mikla fjármálaþjónustu eða háar ríkisskuldir, stjórnvöld þar hafi sýnt aðgæslu eftir að hafa fengið 7,8 milljarða evru alþjóðlegt neyðarlán árið 2008. Einu líkindin með Kýpur felast í sókn Letta eftir rússneskum sparifjáreigendum.

Í lok febrúar námu innistæður manna utan Lettlands 49% af 12,7 milljarða lats (18 milljarða evru) innistæðum, eitt hæsta hlutfall innan ESB. Milli 80 og 90% af þessum innistæðum manna utan Lettlands koma frá Sovétríkjunum fyrrverandi að sögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Inneignir af þessu tagi hafa hækkað hratt um 17% á árinu 2012.

Fyrr á árinu sagði AGS að aukningu á þessum innistæðum mætti einkum rekja til þess að reikningseigendur frá ríkjum innan Sovétríkjanna fyrrverandi væru að flytja fé sitt frá löndum sem glímdu við bankavandræði, einkum Kýpur.

Tom Mayne, sérfræðingur hjá Global Witness í London sem vinnur gegn fjármálaspillingu, segir í Baltic Times: „Lettar hafa haft frjálsar hendur um nokkurt skeið. Lettar virðast bara vera ánægðir með að taka við þessu fé frá Sovétríkjunum fyrrverandi, stöðum sem liggja undir þungum grun um peningaþvætti. Það hlýtur að vekja áhyggjur á Kýpur.“

Stjórnvöld í Riga, höfuðborg Lettlands, segja að þau hafi hert reglur um peningaþvætti á undanförnum árum og fjármálaeftirlitið geri strangari kröfur en áður um eigið fé og handbært fé bankastofnana sem eigi mikil viðskipti við fólk utan Lettlands.

Málið er viðkvæmt, ekki aðeins vegna Kýpur, heldur vegna áhuga lettneskra stjórnvalda á að taka upp evru. Seðlabanki Evrópu og framkvæmdastjórn ESB eiga að segja álit sitt á hæfni Letta til að taka upp evru í júní, en innan evru-samstarfsins stendur ekki öllum á sama um þróunina.

Lettar standast strangar kröfur um lága verðbólgu og litlar opinberar skuldir vegna hinna hörðu aðhaldsaðgerða sem gripið var til vegna kreppunnar 2008. Innan nokkurra evru-ríkja hafa menn hins vegar áhyggjur af varanleika þessarar góðu stöðu, ótti er við verðbólgu eftir hugsanlega evru-aðild og einnig við stöðu bankakerfisins.

Margir telja að Frakkar verði helst andvígir aðild Letta að evru-samstarfinu, ekki síst vegna þess hve mikla áherslu ríkisstjórn þeirra leggur á aðhald og niðurskurð.

The Financial and Capital Market Commission (FCMC) segir að ekki eigi að gera of mikið úr hlutverki Lettlands sem miðstöðvar alþjóðlegrar fjármálastarfsemi. Það sé erfitt að keppa við Bretland, Lúxemborg og Sviss. Sérfræðingar FCMC segja engar líkur á að mikið fé streymi til Lettlands þegar bankar á Kýpur fá að starfa á eðlilegan hátt að nýju.

Tölfræði sýnir Lettland ekki sem meginaðdráttarafl fjár frá Kýpur. Fjárstreymi frá Kýpur hófst árið 2011, síðustu tölur eru frá janúar 2013 þegar 1,7 milljarður evra var fluttur frá Kýpur vegna orðróms um að bankarnir væru að fara á hliðina. Innstreymi til Lettlands í janúar á bankareikninga fólks sem ekki á heima þar nam tæplega 130 milljónum evra í janúar 2013.

Embættismenn Seðlabanka Evrópu (SE) hafa haft samband við yfirvöld í Riga og varað þau við að taka á móti fé Rússa á flótta frá Kýpur. Reuters-fréttastofan hefur eftir embættismanni SE að sagt hafi verið við Letta að vildu þeir taka upp evru ættur þeir ekki að veita Rússum á flótta frá Kýpur neitt skjól.

Heimild: The Baltic Times

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS