Passos Coelho, forsætisráðherra Portúgals, kynnti föstudaginn 3. maí ýmsar aðhaldsaðgerðir til að draga úr ríkisútgjöldum til þess að koma til móts við alþjóðlega lánadrottna. Meðal ráðstafana er að hækka eftirlaunaaldur úr 65 í 66 ár auk ráðstafna til að tryggja hag verst settu eftirlaunaþeganna.
Þá kynnti forsætisráðherrann einnig áform um að lengja vikulegan vinnutíma opinberra starfsmanna úr 35 stundum í 40 en á almennum vinnumarkaði gildi 40 tíma vikan. Þá væntir forsætisráðherrann að um 30.000 opinberir starfsmenn segi starf sínu lausu af um 700.000 manns sem starfa hjá hinu opinbera.
„Ráðstafanirnar sem ég boða fela í sér um 4,8 milljarða evra sparnað árið 2015,“ sagði forsætisráðherrann. „Ef við hikum núna er vegið að traustinu sem okkur hefur þegar tekist að skapa.“ Með þessum orðum áréttaði hann að með aðgerðum sínum vildi hann koma í veg fyrir að þurfa að leita eftir öðru neyðarláni.
Stjórnvöld í Portúgal skuldbundu sig árið 2011 til að framfylgja aðhaldsstefnu og vinna að umbótum í þrjú ár í stað þess fengu þeir 78 milljarða lán frá ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), þríeykinu. Núverandi aðgerðir eru nauðsynlegar til að Portúgalar fái 2 milljarða evru greiðslu frá þríeykinu.
Ríkisstjórnin hafði áður lagt fram meginefni tillagna um aðhaldsaðgerðir sem miðuðu að því að ná 4,7 milljarða evru sparnaði á árunum 2014 til 2016. Með því sem nú er kynnt er ætlunin að tryggja 1,3 milljarða evru sparnað en stjórnlagadómstóll landsins úrskurðaði í byrjun apríl að aðgerðir sem kynntar höfðu verið til að spara þessa fjárhæð brytu í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar.
„Við munum ekki hækka skatta til að leiðrétta fjárlagavandann sem skapaðist vegna úrskurðar stjórnlagadómstólsins,“ sagði Passos Coelho heldur yrði settu marki náð með kerfisbreytingum og lækkun ríkisútgjalda.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.