Utanrikisráðuneytið gerði athugasemdir og hefur átt formleg samskipti við önnur ríki sem aðild áttu að fundinum
Nú er komið í ljós, að Íslandi var ekki boðin þátttaka í fundi, sem haldinn var í Washington mánudaginn 29. apríl sl. vegna þess að Bandaríkjastjórn vísaði til þess að umræður á fundinum mundu snúast um „þann hluta Norður-Íshafsins, sem verði fyrst íslaus og liggi næst ströndum Alaska, auk þess sem Ísland eigi ekki efnahagslögsögu að Norður-Íshafinu“, eins og segir í svari sem Evrópuvaktinni hefur borizt frá utanríkisráðuneytinu vegna fyrirspurnar EV um málið.
Evrópuvaktin sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn um þetta mál hinn 19. apríl sl. Svar barst loks í gær, 7. maí. Það er svohljóðandi:
„Utanríkisráðuneytinu var kunnugt um umræddan fund strandríkjanna fimm við Norður-Íshaf í nokkurn tíma.
Fundurinn fór fram dagana 29. apríl til 1. maí í Washington DC. Hann var haldinn að frumkvæði Bandaríkjanna sem buðu íslenzkum stjórnvöldum ekki þátttöku með vísan til þess að málið varði þann hluta Norður-Íshafsins sem verði fyrst íslaus og liggi næst ströndum Alaska, auk þess sem Ísland eigi ekki efnahagslögsögu að Norður-Íshafinu.
Íslenzk stjórnvöld telja á hinn bóginn að þau eigi ótvírætt erindi á fundi um málefni Norður-Íshafsins m.a. í ljósi mikilla fiskveiða Íslands á norðurslóðum, í krafti virkrar þátttöku Íslands í störfum alþjóðlegra fiskveiðistjórnunarstofnana og vegna óvissu um hugsanlega gengd fiskistofna lengra til norðurs en nú er.
Utanríkisráðuneytið gerði athugasemdir á ofangrendum nótum við bandarísk stjórnvöld vegna fundarboðsins auk þess sem formleg samskipti hafa verið við stjórnvöld hinna ríkjanna fjögurra um málið.
Utanríkisráðuenytið mun halda áfram að fylgjast grannt með samskiptum ríkja í milli um málefni Norður-Íshafsins. Málflutningi Íslands verður áfram komið á framfæri með viðeigandi hætti og hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Ráðuneytið hefur átt samráð við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og hagsmunaaðila vegna málsins.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.