Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Liðsmenn PKK hverfa frá Tyrklandi - vonir bundnar við friðargerð


8. maí 2013 klukkan 15:54

Um 2.000 vopnaðir liðsmenn í Verkamannaflokki Kúrda (PKK) eru lagðir af stað frá Kúrdahéraði Tyrklands inn í Norður-Írak. Liðsflutningarnir eru þáttur í nýrri friðargerð við stjórnvöld í Ankara, höfuðborg Tyrklands.

Liðsmenn PKK hampa mynd af leiðtoga sínum.

Abdullah Öcalan, leiðtogi PPK sem er fangi Tyrkja, hvatti til vopnahlés í stríði Tyrkja og Kúrda í mars og til þess að vopnaðir liðsmenn Kúrda færu frá suðaustur-Tyrklandi. Liðsflutningarnir hófust miðvikudaginn 8. maí að sögn Firat-fréttastofunnar sem styður málstað Kúrda.

Mennirnir 2.000 munu flestir fara fótgangandi um fjalllendi á landamærum Íraks og Tyrklands. Ekkert veður verður gert vegna þessa og er talið að allir verði mennirnir komnir til Íraks eftir fjóra mánuði.

Samskipti Tyrklandshers og Kúrda hafa verið friðsamleg undanfarið og ekki hafa borist fréttir af mannfalli um nokkurra mánaða skeið. Er það óvenjulegt en alls er talið að um 40.000 manns hafi fallið í átökum á þessum slóðum síðan 1984. Tyrkir og margar aðrar vestrænar þjóðir líta á PKK sem samtök hryðjuverkamanna.

Í viðræðum aðilanna hafa Tyrkir óskað þess að PKK afvopnist að fullu og öllu en forystumenn samtakanna óttast að það stofni öryggi þeirra í voða. Þegar PKK-menn ætluðu að yfirgefa Tyrkland árið 1999 rann tilraun til þess út í sandinn af því að tyrkneskir hermenn réðust á PKK-liðsmenn úr launsátri á leið þeirra úr landi. Um 500 manns féllu og trúnaðarbrestur varð í samskiptum aðila.

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur nú lofað að ekki „verði skert hár á höfði“ þeirra PKK-manna sem fara á brott.

Kúrdar skipa meirihluta í héraðsstjórn Norður-Íraks sem hefur verulegt sjálfsstjórnarvald. Tyrkir segja að þar sé að finna stökkpall fyrir þá sem vilja ráðast á land þeirra.

PKK óskar eftir lýðræðisumbótum, þar á meðal auknum rétti Kúrda í Tyrklandi og betri aðbúnaði fyrir fanga eins og Öcalan, leiðtoga þeirra, í stað stuðnings við vopnahléð. Öcalan hefur verið í haldi síðan 1999, hann hvetur nú til þess að flokksmenn sínir reyni nýjar leiðir.

„Við höfum náð þeim punkti þar sem vopn verða að þagna og hugmyndir verða að heyrast,“ sagði hann í fangelsinu. „Glufa hefur opnast sem kann að gera kleift að hverfa frá vopnaskaki til lýðræðislegra átaka.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS