Föstudagurinn 6. desember 2019

Spenna í viðskiptum Kína og ESB magnast - Kínverjar hóta gagnaðgerðum


16. maí 2013 klukkan 14:07

Kínversk stjórnvöld hafa hvatt ESB til að falla frá áformum um frekari viðskiptahindranir eða taka afleiðingum gjörða sinna. Á þennan hátt bregðast Kínverjar við refsitollum sem ESB hefur lagt á sólarrafhlöður frá Kína og tilraunum ESB til að hefja rannsókn á kínverskum símtækjum.

Shen Danyang, talsmaður kínverska viðskiptaráðuneytisins, sagði á reglulegum fundi með fjölmiðlamönnum fimmtudaginn 16. maí að tilraunum Evrópusambandsins til að setja kínverskum útflytjendum steininn fyrir dyrnar yrði mætt með „markvissum“ aðgerðum í því skyni að verja réttmæta kínverska hagsmuni.

„Sá aðili sem stofnar til vandræða verður að taka afleiðingum þess,“ sagði talsmaðurinn og vísaði þar til nýlegra áforma sem framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt í því skyni að koma í veg fyrir kínversk undirboð vegna ýmiss varnings.

Framkvæmdastjórnin hefur í bígerð að leggja allt að 68% refsitolla á sólarrafhlöður og búnað tengdum þeim frá Kína. Eru yfirvöld í Peking sökuð um að grafa undan heimsmarkaðsverði með háum ríkisstyrkjum.

Þá skýrði framkvæmdastjórn ESB frá því miðvikudaginn 15. maí að hún mundi hefja rannsókn á hvort kínversk farsímafyrirtæki hefðu stundað ólögmætt undirboð á ESB-markaði.

Shen benti á að evrópsk fyrirtæki hefðu miklu meiri markaðshlutdeild á kínverskum síma- og fjarskiptamarkaði en kínversk fyrirtæki innan ESB og hvers kyns afskipti eða íhlutun í starfsemi kínverskra fyrirtæki gæti orðið báðum aðilum til tjóns. Hann sagði hins vegar að Kínverjar hefðu engan áhuga á viðskiptastríði við ESB.

Opinberar tölur frá Brussel sýna að Kínverjar selja síma- og fjarskiptatæki ár hvert til ESB fyrir einn milljarð evra. Sala Kínverja á sólarrafhlöðum og tengdum búnaði til ESB nemur um 22 milljörðum evra á ári, Kínverjar flytja hins vegar inn búnað og efni tengt sólarrafhlöðum fyrir 7,5 milljarða evra á ári frá ESB.

Heimild dw.de

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS