Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Holland: Lífeyris­sjóðir skerða greiðslur um 0,5% til 7%


28. maí 2013 klukkan 11:39

Í fyrsta sinn í sögunni hefur það gerzt að lífeyrir til lífeyrisþega í Hollandi hefur verið skertur að því er fram kemur í Financial Times. Í apríl sl. byrjuðu 66 af 415 lífeyrissjóðum í Hollandi að skerða lífeyri. Það er gert að fyrirmælum Seðlabanka Hollands. Skerðingin nemur að meðaltali 2% á hverja mánaðargreiðslu en að baki því meðaltali eru meiri skerðing og minni. Stærsti lífeyrissjóður Hollands með 2,8 milljónir félaga hefur skert greiðslur um 0,5% en minni sjóðir eins og t.d. lífeyrissjóðir hárskera og kjötpakkningarfólks hafa skert greiðslur um 7%.

FT segir að þessi lækkun lífeyrisgreiðslna sé áfall fyrir hollenzkt efnahagslíf, sem stendur höllum fæti fyrir. Hins vegar hefur reiði fólks vegna skerðingarinnar aukið fylgi flokks, sem nefnis 50plus og náði í fyrsta sinn mönnum á þing í fyrra með loforði um að verja hagsmuni lífeyrisþega.

FT segir að strangt regluverk sé um lífeyrissjóði í Hollandi. Lögum samkvæmt verða þeir að eiga um 105% af lífeyrisskuldbindingum. Þrátt fyrir það segir blaðið að árum saman hafi bæði stjórnvöld og einkafyrirtæki greitt minna en ella til lífeyrissjóða í trausti þess að há ávöxtun mundi bæta mismuninn upp. Nú eru samtvinnuð áhrif lægri vaxta, efnahagslægðar og lengri lífaldur fólks þau að sjóðina vantar um 30 milljarða evra til að standa við skuldbindingar sínar.

Hingað til hefur lífeyrisþegum í Hollandi verið tryggt ákveðið hlutfall af launum svo lengi sem þeir lifa. Það kerfi riðar nú til falls.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS