Fyrrum leiðtogi danskra íhaldsmanna segir hana njóta víðtæks stuðning, ekki sízt Angelu Merkel
Hans Engell, fyrrum leiðtogi danska Íhaldsflokksins (Det konservative Folkeparti), segir í grein í Extrabladet í Kaupmannahöfn í dag, að Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sé líklegasti næsti utanríkisstjóri Evrópusambandsins, en því starfi gegnir nú barónessa Cahterine Ashton. Einn helzti stuðningsmaður danska forsætisráðherrans í embættið er Angela Merkel, kanslari Þýzkalands. Hans Engell segir að starfið sé Thorning-Schmidts, kjósi hún að breyta til. Hann segir að sú breyting mundi henta vel í ljósi næstu þingkosninga í Danmörku.
Breytingar verða á yfirstjórn Evrópusambandsins í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins á næsta ári.
Hans Engell segir að Thorning-Schmidt sé vel liðin í Evrópuþinginu. Hún hafi byggt upp sterkt tengslanet í Evrópu, hafi gott samband við leiðandi stjórnmálamenn innan ESB hvar svo sem þeir eru í flokki, hún sé góð í tungumálum og komi vel fyrir í fjölmiðlum. Merkel líki vel við Dani, eins og títt sé um fólk frá því svæði í Þýzkalandi, sem hún kemur frá, hún hugsi mjög líkt og danskir stjórnmálamenn, þeir séu stundvísir, hafi stjórn á peningum og lofi ekki meiru en þeir geti staðið við.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.