Föstudagurinn 6. desember 2019

Tékkland:Ríkis­stjórnin riðar til falls vegna áskana um spillingu á æðstu stöðum


15. júní 2013 klukkan 22:47
Petr Necas á blaðamannafundi.

Ríkisstjórn Tékklands riðar til falls vegna hneykslis sem tengist helsta aðstoðarmanni forsætisráðherrans, Petrs Necas. Ríkisstjórnin er minnihlutastjórn mið-hægrimanna og segja fulltrúar samstarfsflokka forsætisráðherrans að þeir íhugi hvort þeir eigi að starfa áfram með honum.

Milos Zemen, vinstrisinnaður forseti Tékklands og keppinautur Necas, sagði laugardaginn 15. júní að það virtist „nokkuð ljóst“ að forsætisráðherrann yrði að segja af sér. Jafnaðarmenn hafa lagt fram vantrauststillögu sem verður væntanlega tekin til umræðu þriðjudaginn 18. júní.

Dómstóll í bænum Ostrava í austurhliuta Tékklands dæmi Janu Nagyova, skrifstofustjóra forsætisráðherrans, í gæsluvarðhald föstudaginn 14. júní vegna ásakana um „valdníðslu og mútur“.

Alls voru sjö manns, þar á meðal yfirmenn njósnadeildar hersins og fyrrverandi þingmenn sakaðir um spillingu auk annarra brota.

Smáflokkar í stjórn Necas hafa lýst efasemdum um hæfni hans til að gegna embætti sínu. Hann ætlar að hitta fulltrúa flokkanna sunnudaginn 16. júní þegar hann snýr til Tékklands úr heimsókn til Póllands,

Nagyova (48 ára) er sökuð um að hafa mútað stjórnmálamönnum og gefið leyniþjónustumönnum fyrirmæli um að njósna um fólk sem snertu hana persónulega, þar á meðal var eiginkona Necas, Radka.

Hneykslismálið varð á allra vitorði aðfaranótt fimmtudags 13. júní þegar 400 lögreglumenn gerðu húsleit á 31 stað, þar á meðal í forsætisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu, einkahúsum og banka. Yfirvöld lögðu hald á 4,5 milljónir evra í reiðufé og tíu kíló af gulli.

Milos Zeman forseti sagði:

„Ég tel ásakanirnar sem hafa verið kynntar mjög alvarlegar. Eftir að hafa rætt málið við lögreglustjóranna og ríkissaksóknarann tel ég að þær styðjist við nægileg sönnunargögn.“

Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu sagði að Nagyova gæti ekki lengur sinnt starfi sínu en Necas hefði ekki haft neina vitneskju um neitt af því sem henni væri borið á brýn. Var sagt að sumt af því væri „vitleysa“.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS