Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, sagði við fréttastofu ríkisútvarpsins mánudaginn 17. júní að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hefði mælt harkalega í garð Íslendinga á ESB-þinginu í síðustu viku vegna þrýstings frá þingmönnum. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst undrun vegna ummæla Damanaki, þau stangist á við niðurstöðu fundar með henni í Reykjavík 6. júní.
Á ruv.is er vitnað til Birgis Ármannssonar sem sagði:
„Þarna [hjá Damanaki] er auðvitað um að ræða viðbrögð við ákveðnum þrýstingi sem við höfum auðvitað lengi vitað af innan Evrópuþingsins um að gripið verði til aðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum. Persónulega hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að þær forsendur sem menn hafa gefið sér innan Evrópusambandsins og hafa gefið sér fyrir beitingu aðgerða í þessu sambandi væru afar hæpnar.“
Sjávarútvegsráðherra situr fund utanríkismálanefndar alþingis þriðjudaginn 18. júní og greinir frá samskiptum sínum við Mariu Damanaki.
Á ruv.is segir:
„Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir því að ráðherrann mætti á fund utanríkismálanefnar og greindi frá því hvað honum og Damanaki hefði farið á milli. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, er undrandi á ummælum Damanakis því hann hafi litið svo á að málið yrðu tekin til nánari skoðunar í haust þegar kosningum í Noregi verði lokið.“
Árni Þór Sigurðsson hefur undanfarin ár verið formaður í samstarfsnefnd alþingis og ESB-þingsins með Pat the Cope Gallhager, ESB-þingmanni frá Írlandi, sem harðast sækir gegn Íslendingum í markílmálinu. Í apríl 2012 kynnti Gallhager harða stefnu sína í garð Íslendinga á fundi sameiginlegu þingmannanefndarinnar. Þá urðu umræður um veikburða viðbrögð Árna Þórs við harkalegri framgöngu írska þingmannsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, taldi að málflutningur Gallhagers sýndi að strax ætti að hverfa frá ESB-aðildarviðræðunum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.