Bandarísk yfirvöld hafa krafist þess að Edward Snowden uppljóstrari verði handtekinn og framseldur. Saksóknarar lögðu fram ákæru og handtökuskipun á hendur honum 14. júní en skýrt var frá henni opinberlega viku síðar. Ákæran var lögð var í Virginíu-ríki þar sem Booz Allen Hamilton, fyrrverandi vinnuveitandi Snowdens, er búsettur.
Sagt var frá ákærunni í The Washington Post föstudaginn 21. júní sem vitnaði í ónafngreinda bandaríska embættismenn. Í blaðinu segir að Snowden sé sakaður um njósnir, þjófnað á eigum ríkisins og ólögmæta meðferð þeirra með því að birta trúnaðarupplýsingar.
Nokkrar vikur eru liðnar frá því að skýrt var frá efni gagna sem Snowden hafði lekið til fjölmiðla og snertu upplýsingaöflun Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í netheimum. Snowden hafði farið frá Hawaii til Hong Kong 20. maí áður en hann lak efninu sem vakið hefur heimsathygli.
NBC-sjónvarpsstöðin segir að birting frétta um ákæru hafi dregist vegna þess að bandarísk yfirvöld hafi viljað tryggja að yfirvöld í Hong Kong tækju við handtökubeiðninni. Ekki hefur komið fram hvenær embættismenn í Hong Kong fá formlega framsalsbeiðni í hendur.
Hong Kong er hluti af Kína en nýtur víðtækrar sjálfstjórnar síðan 1997 þar á meðal í dómsmálum. Dagblaðið Apple Daily í Hong Kong sagði að lögregla þar hefði látið Snowden í té öruggan dvalarstað og vernd. Lögregla hefði skoðað áritun hans til að átta sig á að hann hefði ekki brotið gegn reglum um dvöl í landinu en hefði ekki haft önnur afskipti af honum,
The South China Morning Post í Hong Kong hafði laugardaginn 22. júní eftir þingmönnum í Hong Kong að kínverska ríkisstjórnin ætti að taka lokaákvörðun um hvort framselja ætti Snowden að ósk Bandaríkjastjórnar. Innri stjórnarskrá Hong Kong gerir ráð fyrir að stjórnvöld í Peking geti haft afskipti af málum sem snerta varnarmál og utanríkismál. Bandaríkin og Hong Kong gerðu framsalsamning sín á milli árið 1998. Kínversk stjórnvöld hafa örsjaldan nýtt sér afskiptarétt vegna framsalskrafna.
Í The South China Morning Post segir 22. júní að flugvél sé til reiðu vilji Snowden sækja um hæli á Íslandi, Ólafur Vignir Sigurvinsson, fésýslumaður í tengslum við WikiLeaks, hafi leigt hana fyrir 240.000 dollara (29,5 milljónir ISK) sem safnað hafi verið af DataCell.
Haft er eftir Ólafi Vigni að ólíklegt sé að Snowden fari til Íslands án þess að hafa fyrst fengið vilyrði frá íslensku ríkisstjórninni. „Það mundi verða heimskulegt að koma hingað aðeins til að verða síðan framseldur til Bandaríkjanna. Við þær aðstæður er betra fyrir hann að dveljast áfram þar sem hann er,“ segir Ólafur Vignir.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.