Eftir að framkvæmdastjórn ESB kynnti áform um að banna mentól-sígarettur innan ESB ákvað stórreykingamaðurinn Helmut Schmidt (f, 1918), fyrrverandi kanslari Þýskalands, að kaupa 200 karton eða um 38.000 stykki af mentól-sígarettum. Hann vildi tryggja að hann gæti haldið áfram að reykja óska-sígarettu sína.
Karton af Reyno Menthols, sígarettunum sem Schmidt reykir, kostar um 5.750 krónur og hefur hann því keypt sígarettur fyrir um 1,1 milljón króna til að vera vel birgur þrátt fyrir bann ESB.
Innan ESB velta menn nú fyrir sér hvernig framkvæma skuli nýsamþykkta tóbaks-tilskipun og í því sambandi hefur bæði verið hugað að banni á mentól- og e-sígarettum, það er rafrænum sígarettum sem fara nú eins og eldur um sinu. Talið er að reykingar verði um 700.000 manns að aldurtila innan ESB ár hvert.
Sígarettur eru einskonar vörumerki hins 94 ára Helmut Schmidts og fær hann að reykja þar sem öðrum er það bannað eins og í sjónvarps- og ráðstefnusölum.
Peer Steinbrück, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna (SPD), sagði frá því í kosningaræðu í Karlsruhe að Schmidt hefði hamstrað sígaretturnar og notaði söguna sem dæmi um að framkvæmdastjórn ESB gengi alltof langt í afskiptum af einkahögum fólks. Hún ætti að forðast að kafna í smáatriðum.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.