Útgáfufyrirtækið Axel Springer sem gefur meðal annars út þýska fjöldablaðið Bild auk Die Welt tilkynnti fimmtudaginn 25. júlí að það mundi selja öll héraðsblöð sín og tímarit fyrir 920 milljónir evra og þess í stað snúa sér að rafrænni miðlun af meiri þunga en áður.
Funke Mediengruppe, áður WAZ group, kaupir þennan hluta af starfsemi Springers og mun 1. janúar 2014 taka við útgáfu helstu staðar-dagblaða í Berlín og Hamborg auk fjölmargra titla af vikublöðum fyrir konur og sjónvarpsvísa. Samkeppnisyfirvöld þurfa að staðfesta að farið sé að lögum við viðskiptin.
Mathias Döpfner, forstjóri hjá Axel Springer, sagði að ekki hefði verið auðvelt að ákveða að kveðja sum af blöðum fyrirtækisins sem hafi verið merkur hluti starfsemi þess og sögu um árabil.
Hann sagði að fyrirtækið mundi nú helga sig rafrænni miðlun á markvissan hátt. Þar yrði tekið mið af dagblöðunum tveimur Bild og Die Welt auk þess sem áhersla yrði lögð á íþrótta-, bíla- og tölvutímarit.
Í síðasta mánuði kynnti Axel Springer nýja rafræna þjónustu tengda Bild þar sem bæði er í boði að skoða efni ókeypis á netinu auk þess sem gerast má áskrifandi að ítarefni og öðru efni á vefsíðu Bild þar sem finna má fleiri fréttir, myndir og myndbönd gegn gjaldi.
Lesendur sem kaupa prentuðu útgáfuna geta nálgast BildPlus efni á netinu með því að nota „dagpassa“, einstaklingsbundið aðgangsorð sem kom til sögunnar með nýrri aðferð við prentun blaðsins.
Útgáfufyrirtækin Axel Springer og Funke ætla að vinna saman að markaðsetningu á prentuðu og rafrænu efni og sameina starfsemi sína, fjármagn og þekkingu í þessu skyni. Axel Springer mun leiða fyrirtækin sem vinna að þessum verkefnum.
Blaðamannafélag Þýskalands lýsti eindreginni andstöðu við sölu blaðanna frá Axel Spinger af ótta við að niðurskurður bitnaði á gæðum blaðanna og starfsmannahaldi. Michael Konken, formaður félagsins sagðist hafa miklar áhyggjur að áhrifum sölunnar á starfsmenn blaða og tímarita, Axel Springer væri að breytast úr útgáfufyrirtæki í blandaða samsteypu með rafræn markmið.
Hlutabréf í Axel Springer hækkuðu um 6% að morgni fimmtudags 25. júlí.
Heimild: The Local
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.