Mánudagurinn 1. mars 2021

Sviss: Samkeppni um nýjan þjóðsöng


2. ágúst 2013 klukkan 19:14

Svisslendingar telja þjóðsöng sinn of gamaldags og hafa því hafið samkeppni um nýjan. Aðalatriðið er að textinn sé nýr en þátttakendum er einnig velkomið að semja nýtt lag segir BBC og vitnar í Lukas Niederberger sem stjómar samkeppninni.

Núgildandi þjóðsöngur var saminn 1841 og þar er vísað til Guðs, bæna, fjalla og sólskins. Í nýja textanum á að hylla gildi sem eru skráð í svissnesku stjórnarskrána, lýðræði og samstöðu svo að dæmi séu nefnd.

Samkeppnin er frá janúar til loka júní 2014. Fyrstu verðlaun, 10.000 frankar (1,3 m ISK), verða afhent 2015. Svisslendingar og útlendingar búsettir í Sviss geta tekið þátt. Ríkisstjórn Sviss verður að samþykkja lokaniðurstöðuna.

Í dómnefnd vegna keppninnar sitja 25 manns. Nefndin hefur skipuð og þar sitja meðal annars fulltrúar knattspyrnu, Ólympíuleika, tónlistar, bókmennta og jóðls. Formenn nefndarinnar eru fjórir, fulltrúar fjögurra opinberra tungumála Sviss: þýsku, frönsku, ítölsku og rómönsku.

Núgildandi þjóðsöngur Sviss er kallaður Sálmur Sviss og fram til 1981 var hann sunginn við sama lag og Eldgama Ísafold eða þjóðsöngur Breta, God Save The Queen.

Niederberger segir að textinn sé helsta vandamálið. Opinberlega sér þjóðsöngurinn sálmur, bæn, en nú sé opið samfélag í Sviss, hlutlaust í trúmálum. Í landinu séu guðleysingjar og íbúarnir aðhyllist ólík trúarbrögð og þess vegna valdi þjóðsöngurinn vandræðum. Rætt hafi verið um að breyta honum síðan á áttunda áratugnum, lagið sé mörgum hjartfólgnara en textinn þess vegna sé lögð áhersla á hann en komi einhver með einstaklega hljómfagurt lag kunni menn að heillast af því.

Austurríkismenn breyttu þjóðsöng sínum árið 2011 og nefna nú „dætur“ við hlið „sona“ landsins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS